Matargjafir og fúsk

Það er alveg hárrétt hjá Árna Páli félagsmálaráðherra að það þarf að vera "meira samstarf á milli félagasamtaka sem veiti mataraðstoð til að hægt sé að tryggja að þeir sem sannarlega þurfi aðstoð fái hana," eins og útvarpið hafði eftir honum í kvöld.

Ég hef tekið þátt í dreifingu matvæla til bágstadds fólks í mörgum löndum. Það fyrsta sem gerist við slíkar aðstæður er að hjálparstarfsmenn á svæðinu skilgreina nákvæmlega hverjir eigi að njóta matargjafa og hverjir ekki, og síðan er reynt eftir fremsta megni að tryggja að þessir tilteknu einstaklingar eða fjölskyldur fái matinn, ekki hinir sem eru skár staddir.

Við val á fólki þarf að staðreyna að þörfin sé raunveruleg og brýn. Því þarf að spyrja fólk spjörunum úr og fá hjá því persónulegar og fjárhagslegar upplýsingar. Það er oft erfitt og illa séð - en ber engu síður að gera til að tryggja að peningarnir sem almenningur leggur til aðstoðarinnar skili sér í réttar hendur. Fúsk í þessum efnum gerir aðeins illt verra.

En til að þessi þjónusta virki eins og hún á að gera þarf umsjón matvæladreifingar að vera á einni hendi. Það er viðtekin og nánast algild regla í hjálparbransanum. Með því er komið í veg fyrir að menn geti farið frá einni matvæladreifingu til annarrar og alls staðar fengið mat - og þar með komið í veg fyrir að aðrir, sem eru jafn mikið eða meira þurfandi, fái sinn skammt. Hinir 'heppnu' geta jafnvel verið komið með umframskammtana í sölu, eins og mýmörg dæmi eru um. 

Hér er ekki þetta skipulag og því kemur upp vandræðagangur eins og hjá Fjölskylduhjálpinni fyrir helgina. Fjölskylduhjálpin, Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði krossinn og fleiri eiga að koma sér saman um aðferðafræðina og fela einum aðila að annast dreifingu matvæla samkvæmt ákveðnum reglum. Fagfólkið á þessu sviði er hjá Rauða krossinum og Hjálparstarfinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Sammála ráðhera um þetta.  Það þarf að vera meira samstarf milli þeirra sem annast matvælaskammtana.  En alveg prýðilegt að hafa þetta á fleiri höndum. 

Raunverulega ágætt að vakin var athygli á þeirri þróun sem  er í gangi í þessum hlutum.

Óþarfi að úthúða konunum sem reyndu að finna leið útúr því  ójafnvægi sem þær sáu í gangi.

Auður Matthíasdóttir, 29.3.2010 kl. 00:31

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þekki fólk sem fer á alla staðina þar sem ókeypis mat er að fá.  Svo hef ég heyrt sögur af því að fólk sem fékk að borða ókeypis í Samhjálp þori ekki að fara þangað lengur.  Íslendingum er hótað, á meðan ákveðnir útlendingar mæta í Samhjálp og borða þar og nesta sig vel áður en þeir fara.  Mér finnst þetta frekar ógeðfellt. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.3.2010 kl. 01:52

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það virðist vera ósanngjarnt í vestafalli að konur sem stjórna matvælaúthlutun eigi að finna   ; á ser :  hverjir þurfa aðstoð og hverjir ekki.

En þetta er sama ringulreiðin og í öðru hér- engin föst stefna og að vinna eftir skipulagi.

  Tryggingarstofnun er með tölur yfir þá sem verst eru settir- fyrir utan kannski útigangsfólk sem mun nú fjölga.

 Kv. Erla Magna

Erla Magna Alexandersdóttir, 29.3.2010 kl. 15:33

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Auðvitað þarf að samhæfa slíkt eins og aðra hjálp sem veitt er. Er ekki Samhæfinarmiðstöð Almannavarna gott dæmi um slíkt þó á öðru sviði sé.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.3.2010 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband