Áfram DV

Það er ástæða til að óska DV undir nýrri stjórn velfarnaðar. Það er ekki oft sem það gerist að starfsmenn fjölmiðla séu jafnframt eigendur - og þegar það hefur verið reynt hefur það ekki gefist sérstaklega vel. Vonandi fer betur nú.

Það er raunar einnig ástæða til að hrósa DV sem hefur tekið miklum framförum á síðustu mánuðum, einkum í umfjöllun um hrunið og allan þann darraðardans.  Þar hefur blaðið sótt hart fram og engum gefið grið.

Vonandi tekst nýju eigendunum vel upp. Það er sem aldrei fyrr ástæða til að styðja við fjölmiðla utan kerfisins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þegar Jóhann Hauksson virtist vera að hætta á Dv þá runnu á mig tvær grímur, en Jóhann er hættur við að hætta og nú ar að bíða og sjá hverju framvindur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.3.2010 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband