Kerfisbreytingar á fljúgandi fart

Það er ánægjulegt til þess að vita að fagráðherrarnir tveir skuli vera svo hátt skrifaðir með þjóðinni sem nýjasti Þjóðarpúls Gallups ber með sér. Vonandi verður þetta til þess að koma í veg fyrir að þau Ragna og Gylfi verði látin fjúka í boðaðri uppstokkun á ríkisstjórninni.

Undanfarna mánuði hefur mér sýnst að það séu fyrst og fremst þau tvö sem standa fyrir meiri háttar uppstokkun á kerfinu - og svo náttúrlega Jóhanna forsætis. Það þarf ekki annað en að fara í efnisyfirlitið á www.island.is til að sjá lista yfir þær umfangsmiklu breytingar sem verið er að gera. Ekki veitti af. 

Margir kalla mig Samfylkingardindil og égveitekkihvað fyrir að halda þessu fram. Það verður bara að hafa það, ég hef verið kallaður verra en það (rétt að ítreka hér að ég er ekki í Samfylkingunni eða nokkrum öðrum flokki og hef aldrei verið).  Mér finnst hins vegar að fólk eigi að njóta sannmælis, jafnvel þótt það heiti Jóhanna eða Steingrímur (sem manni sýnist vera svo upptekinn í skítmokstri - og kattasmölun! - að hann hafi ekki mikinn tíma í allar þær kerfisbreytingar sem væru á hans könnu). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það eru sem betur fer miklar kerfisbreytingar í pípunum og það er vel. Mörg frumvörp hafa verið lögð fram, önnur eru í vinnslu og einnig verið að undirbúa mál.

Sameining ríkisstofnana er mikið til umræðu núna og sitt sýnist hverjum. Mér finnst það morgunljóst að sameina þarf stofnanir, en auðvitað verður að gera það af skynsemi og með bætta þjónustu í huga. Þegar þjónusta (eða öllu heldur skort á þjónustu) var tekin til endurskoðunar og Vinnumálastofnun sett á laggirnar, var það til mikilla bóta fyrir þá sem eru án vinnu hverju sinni. Vinnumiðlun var þá fyrst virkjuð fyrir alvöru. Var að vinna verkalýðsfélagi á 10. áratugnum og á þeim tíma var skráning í einu sveitarfélagi og útborgun bóta á félagssvæðinu, þá hjá félaginu. Virk vinnumiðlun var ekki til staðar og annað eftir því. Fyrstu ár vinnumálastofnunar var skráningin áfram hjá félaginu af öllu félagssvæðinu og þá var líka hafin virk vinnumiðlun og önnur eftirfylgni sem var mikil framför. Skráningar þátturinn í dag er mikið orðinn rafræn og eftirfylgni bætt enn frekar. Sem sagt bætt þjónusta.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.4.2010 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband