Skítapakk og moððerfökkers

Maður verður að vona að það komi ekki margir svona dagar. Búinn að vera að lesa, hlusta og horfa síðan snemma í morgun og er orðinn hálfdofinn yfir öllu saman.

En niðurstaðan af þessari prýðilegu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hlýtur að vera einhvern veginn svona:

Bankarnir: þjófar, skítapakk og moððerfökkers

Ríkisvaldið: rolur á róandi

Stjórnkerfið: ekki benda á mig...

Eftirlitsbransinn: druslur í jakkafötum

Fjölmiðlarnir: rassasleikjur og grúpís

En svo verður að hrósa fjölmiðlunum í dag fyrir góða umfjöllun - og óska DV til hamingju með að hafa verið með fæstar 'jákvæðar' fréttir af ballinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Skýrslan greinilega vönduð og opin. Málfarið nokkuð læslilegt (það sem ég hef skoðað). Nú er að vinna úr því sem skýrslan segir okkur og ef við tökum þínar niðurstöður eftir daginn þá þarf að

  • endurskoða regluverk um fjármálastarfsemi frá grunni.
  • endurskoða stjórnarskrána (og vekja rollurnar)
  • gera stjórnkerfið skilvirkt og ábyrgt
  • virkja eftirleitakerfið og endurskoða bergluverk
  • fjölmiðlar endurskoði vinnubrögð.

Þetta eru auðvitað grútmáttlausar klisjur og þó, vonandi ekki.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.4.2010 kl. 22:26

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

virkja eftirleitakerfið og endurskoða regluverk - átti það að vera - sorrý puttarnir villtust.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.4.2010 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband