Þetta hefði Vigdís ekki gert
15.4.2010 | 15:31
Áður fyrr var ég oft stoltur af því að vera Íslendingur. Í dag er ég sosum ekkert að fyrirverða mig fyrir það en...ja, það eru breyttir tímar.
Og aldrei var ég eins ánægður með þjóðerni mitt og á Lýðveldisafmælinu á Þingvöllum 1994 þegar Vigdís Finnbogadóttir steig í pontu og ávarpaði þjóð sína. Það var falleg stund og eftirminnileg.
Nú er Vigdís allt í einu orðin áttræð, sem verður að teljast nokkuð hár aldur. En hún er jafn klassí og ævinlega.
Aldrei hefði Vigdís brugðist við ákúrum í opinberri skýrslu á sama hátt og eftirmaður hennar gerir nú.
Athugasemdir
Vigdí er vitur kona og hefði sennileg ekki hlaupið til með sama hætti og Ólafur Ragnar gerði. Þá á ég við;
Hamingjuóskir til Vigdísar á afmælisdaginn.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.4.2010 kl. 23:04
Vigdís er vitur kona og hefði sennileg ekki hlaupið til með sama hætti og Ólafur Ragnar gerði. Þá á ég við;
Hamingjuóskir til Vigdísar á afmælisdaginn.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.4.2010 kl. 23:05
Vá, ég þarf að annað hvort að fá mér gleraugu eða hætta að drekka. Sé allt tvöfallt allt í einu.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.