Banki á hausinn án vitneskju Seðlabankans!?

Andskoti brá mér í kvöld þegar Már Guðmundsson Seðlabankastjóri sagði í sjónvarpsfréttum að það gæti vel gerst að íslenskur banki færi á hausinn án þess að hann vissi af því. Lagaumhverfið væri slíkt (þ.e. óbreytt frá 'gullöldinni') og Seðlabankinn væri ekki í þeirri stöðu að geta krafið viðskiptabankana um nauðsynlegar upplýsingar.

En að banki fari á hausinn án þess að Seðlabankinn viti af því?

Augnablik, augnablik!

Var það ekki einmitt þetta sýstem sem setti allt hér á annan endann? Af Skýrslunni miklu verður ekki annað ráðið en að fyrri Seðlabankastjórar hafi haft alveg þokkalega hugmynd um hvað var að gerast í bönkunum (þótt það hafi sennilegaekki breytt miklu um úrslit mála).

Ókei, það er ekki langt frá hruni og í mörg horn að líta í efnahagsmálum, en hlýtur ekki að vera býsna framarlega í forgangsröðinni að gera Seðlabankann sæmilega starfhæfan?

Eða var Már að spauga?

Æjæjæ, ég er ekki viss um að ég þoli mikið af svona gríni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Þettað ættir þú að vitað sem blaðamaður. Seðlabankinn hefur ekki heimild til að far inn í banka og kanna stöðu hans þess vegna er skýrsla rannsónarnefnar Alþingis gölluð

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 16.4.2010 kl. 22:16

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er eitt af því sem verður að breyta og verður örugglega breytt alveg á næstunni. Nú getur Már talað skýrt um þetta lagaumhverfi sem Seðlabankinn vinnur í og ég hygg að fleiri kollegar hans í kerfinu muni gera það. Stjórnarskráin með öllu sínu ráðherraræði þarf líka endurskoðun.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.4.2010 kl. 07:57

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ómar þú talar einsog Már "megi ekki tala svona". Það er að myndast ný umræðuhefð sem er ólík þeirri sem viðgengist hefur á þöggunartímanum. Nú má segja hlutina umbúðarlaust án þess að það þurfi að draga af þeim víðtækar ályktinir einsog þú virðist gera: Ef það er satt sem Már segir þá eru niðurstöður skýrslunar um ábyrgð og eftirlitsskyldu seðlabankans ógild. - Þetta er ekki eðlileg nálgun. Ég vona einmitt að embættismenn og þeir sem eiga að valda sínum embættum komi fram og bendi á gallana jafnóðum og þeirra verður vart. Fyrrverandi seðlabankastjórar áttu að hafa sagt þetta fyrir löngu. Aðgerðarleysi eða sinnuleysi er engin málsbót.

Gísli Ingvarsson, 17.4.2010 kl. 09:57

4 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Jújú, auðvitað má Már tala eins og honum sýnist. Þeim mun opinskár sem hann talar, þeim mun betra. Ég hafði bara í einfeldni minni talið að þetta gæti ekki verið svona - ennþá! Mér hefur þótt ferskir vindar blása um Seðlabankann með Má í brúnni. Hann talar skýrt og klárt mannamál. Maður telur sig geta treyst því að þarna fari maður sem veit um hvað hann er að tala. En að ástandið sé enn þannig að banki geti farið á hausinn án þess að SÍ viti af því, það náttúrlega gengur ekki!

Ómar Valdimarsson, 17.4.2010 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband