Óhamingja Sjálfstæðisflokksins
18.4.2010 | 14:28
Þau í Hreyfingunni hafa rétt fyrir sér: þeir sem voru við völd í Hruninu og aðdraganda þess verða að víkja.
Það verður þó ekki einfalt: hver á að taka við? Sjálfstæðisflokkurinn? Framsókn? Varla, þeir flokkar eiga að vera í löööngu fríi.
Til að byrja með þurfa því allir þeir að víkja sem ekki eru hafnir yfir allar grunsemdir um dómgreindarleysi, aðgerðarleysi, leti eða svínarí. Innan þings og utan. Þetta fólk er allt nefnt í Skýrslunni góðu.
Við blasir meiriháttar uppstokkun í pólitíkinni hér sem mun sennilega taka langan tíma. Stjórnmálastéttin er rúin trausti. Þetta er eins og í Sovét forðum: kerfið hefur rotnað innan frá og étið sig upp. Að draga sig í hlé "um stundarsakir," eins og Þorgerður, Illugi og Björgvin gera, dugar því ekki þótt virðingarvert sé (ekki síst í tilviki Björgvins).
Og svo er eins og hjá sumum flokkum verði óhamingjunni allt að vopni. Er það til dæmis besta útkoman fyrir Sjálfstæðisflokkinn að í stað Þorgerðar setjist á þing sjálfur holdgervingur fjölmiðlaþjónkunarinnar við bankana og bíssnissinn?
Varla.
En það verður þó að segja fjölmiðlunum hér til hróss að þeir hafa frá hruninu starfað með þeim hætti (misjafnlega vel náttúrlega) að fátt í Skýrslunni góðu kemur alveg á óvart. Stóru drættirnir voru búnir að koma fram - í fjölmiðlum.
Athugasemdir
Hvernig er með heilaga Jóhönnu, Össur og Kristján þau bera vitanlega enga ábyrgð að þínu áliti og geta því setið á friðarstól. En ef einhver þyngmaður hefur verið í atvinnurekstri og tekið einhver lán guð hjálpi okkur þá.
Ragnar Gunnlaugsson, 19.4.2010 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.