'Alltaf' Kötlugos á eftir Eyjafjallajökli? Óekkí.

Ekki er ég sérfræðingur í eldgosum, ég er eins og flestir aðrir: mér finnst eldgos spennandi og tignarleg ef þau eru fjarri byggð og valda ekki mannfólkinu vandræðum.

Og eins og margir aðrir hef ég heyrt jarðvísindamenn segja að það sé nánast regla að það gjósi í Kötlu í framhaldi af gosi í Eyjafjallajökli. Þetta sama var forseti vor á Bessastöðum að segja.

En í kvöld hitti ég jarðvísindamann sem sagði að þetta væri ekki alls kostar rétt. Frá landnámi hefur Katla nefnilega gosið 22 sinnum, Eyjafjallajökull bara tvisvar. Og í bæði þau skipti fór að gjósa í Kötlu í framhaldinu. Ekki man ég ártölin nógu vel til að fara með þau - en veit að Katla gaus 1918. Pabbi sagði mér það og hann var vitni. 

Sem sagt: Katla 22, Eyjafjallajökull 2. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eyfjallajökull hefur gosið þessi ár, 550(?), 920(?), 1612, 1821-23, 2010-?. Það er ákveðin regla á þessu. Hinsvegar gæti þetta verið tilviljun einu sinni, en ekki tvisvar eða þrisvar eins hefur gerst þarna. Hinsvegar er ómögurlegt að segja til um hvenar Katla fer að gjósa að sinni, og hversu stórt eldgos það yrði. Katla kemur líka með lítil eldgos eins og önnur eldfjöll á Íslandi. Þó svo að inná milli séu stórgos.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 00:48

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er raunar óskiljanlegt rugl í þér Ómar, með fullri virðingu. Það hefur engin sagt að Katla gysi aðeins í kjölfar goss í Eyjafjallajökli, en eins og þú segir, þá hefur hún alltaf gosið (og það frekar litlum gosum) í kjölfar þessara fáu þekktu gosa í Eyjafjallajökli.

Hvað er ekki allskostar rétt? 

Svo þýðir "Óekkí" eitthvað svipað og "Það held ég nú."  Er það meiningin, sem leggja á í fyrirsögnina?

Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2010 kl. 03:11

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er töluverður munur á því hvort Katla gjósi alltaf eftir gos í Eyjafjallajökli eða hvort Eyjafjallajökull gýs alltaf á undan Kötlu. Það er að sjá að þú sért að rugla þessu saman Ómar. Hins vegar leið allt að tveim árum frá lokum goss í Ejafjallajökli áður en Katla gaus í upphafi sautjándu aldar. Þegar gosi lauk í Eyjafjallajökli 1823 gaus Katla sama ár.

Gunnar Heiðarsson, 21.4.2010 kl. 03:37

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Var hann ekki bara að meina Ragnarök og slumpaðist á orðið Katla.

Finnur Bárðarson, 21.4.2010 kl. 16:36

5 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Meiri wesserbissararnir! Eftir stendur að frá landnámi hefur Katla gosið 22 eða 23 sinnum, Eyjafjallajökull tvisvar eða þrisvar. Eru þrjú skipti af 22 nóg til að búa til reglu?

Ómar Valdimarsson, 21.4.2010 kl. 23:55

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Heimavarnalið Bessastaðabóndans bregst ekki frekar en fyrri daginn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.4.2010 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband