Kveđja frá Aceh

Međ allra bestu mönnum sem ég hef kynnst um ćvina er Bustari Mansyur í Aceh í Indónesíu. Hann er formađur Rauđa kross deildarinnar ţar í hérađinu og bar höfuđábyrgđ á endurreisnarstarfi RK eftir flóđin og mannfalliđ ţar um jólin 2004. Okkur varđ vel til vina og reyndum hvađ viđ gátum ađ upplýsa hvorn annan um siđi og venjur okkar menningarheima sem um margt voru ólíkir. Mér tókst til ađ mynda ađ sannfćra hann um ađ ţađ vćri ekki dónalegt ađ segja 'nei' viđ hvíta menn.

Bustari hafđi veriđ bćjarstjóri í nágrannabć Banda Aceh, ađstođar fylkisstjóri í hérađinu og gegnt ýmsum embćttum og trúnađarstörfum. Slíku fólki hćttir oft til ađ gleyma uppruna sínum - en ţađ átti ekki viđ um Pak (herra) Bus, eins og viđ fengum sumir ađ kalla hann. Efst í huga hans alla daga var fólkiđ sem átti um sárt ađ binda og fórnfúsir sjálfbođaliđar sem aldrei ćtluđust til umbunar fyrir ţrotlausa vinnu viđ hrćđilegar ađstćđur. Sjálfur var hann tekjulaus mánuđum saman eftir hamfarirnar og hafđi misst marga ćttingja og vini.

Og enn er Bustari á sömu nótunum. Ég var ađ fá póst frá honum međ samúđarkveđjum til ţeirra sem hafa orđiđ illa úti í eldgosinu í Eyjafjallajökli. Hann sendir póstinn fyrir hönd fólksins í Aceh og stjórnar Rauđa kross deildarinnar á stađnum. Ţetta er svona og er hér međ komiđ áfram til hlutađeigandi:
 
"Dear My Colleagues,
We are deeply concerned by the news coming in on the volcano in Iceland.
On behalf of the People of Aceh and PMI Aceh Chapter Board members and all branches, we would like to express our solidarity and condolences for the volcano in Eyjafjallajokull to the People of Iceland that caused the few days aviation chaos and air pollution in Europe. 
We would like to thank all the rescue teams dealing with the aftermath of the volcano.
Regards,
Bustari Mansyur
"


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband