Retro Stefson stal senunni

Listahátíđ fór af stađ međ stćl í kvöld. Viđ vorum bođin á konsert í Laugardalshöllinni og áttum von á góđu eftir ađ hafa búiđ í Afríku og vera áhugasöm um afríska músík.

Ţađ besta viđ ţennan konsert reyndist svo vera Retro Stefson, íslensk hljómsveit sjö ungmenna sem fóru á kostum - og skemmtu sér konunglega viđ ţađ. Segi ekki endilega ađ ţau séu međ músík fyrir minn smekk en bandiđ var ţétt og gott og framlínan kröftug og spennandi. Ekki einn falskur tónn hjá söngvurunum sem virđist ţó fágćtt međal yngri poppara.

Amadou og Mariam frá Malí spiluđu svo í hálfan annan tíma. Ţeirra band var gott, ekki síst gressilega góđur trumbuslagari. Ţađ var hins vegar ekki sérlega mikiđ variđ í Amadou og Mariam sjálf, ţrátt fyrir gullslegna gítarinn. 

Mesta gerjunin í afrísku rokki er í Kongó, svo ótrúlega sem ţađ kann ađ hljóma. Ţađan koma skemmtilegustu böndin. Kongó-gítarsándiđ óviđjafnanlega hefur fariđ um alla Afríku - en sennilega ekki náđ til Malí. 

Á nćstu listahátíđ ćtti endilega ađ reyna ađ fá Angélique Kidjo frá Benin. Fáar afrískar söngkonur taka henni fram nú um daga.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband