Finnur tekur rangan pól í hæðina

Mér hefur þótt Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Arion banka almennt komast ágætlega frá sínu djobbi í fjölmiðlum; ekki vildi ég vera í hans sporum.

En það er náttúrlega alveg út i hött hjá honum að halda í þá starfsmenn úr Kaupþingi sem eru grunaðir um fjárglæfra og gætu átt yfir höfði sér opinberar ákærur þeirra vegna.

Víst eru þessir einstaklingar saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð - en ekki vildi ég versla við banka sem setur sér þau viðmið í þessum efnum sem Finnur gerir. Ég er að vísu löngu hættur að versla við Arion svo á þetta reynir ekki í mínu tilviki.

Arion banki þarf nú á því að halda umfram allt annað að honum sé treyst. Það eru meiri hagsmunir fyrir bankann að skapa sér almennt traust en að halda tryggð við fáeina starfsmenn með göróttan feril. Það er leitt fyrir þessa starfsmenn - en fráleitt fyrir bankann. Efnahagslífið hér þarf að vera hafið yfir allan grun.

Finnur og stjórn bankans hljóta að skilja það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fékk æluna upp í háls þegar ég sá að þessir aðilar eiga að sitja sem fastast áfram í sínu starfi í bankanum! Þessi ákvörðun er til háborinnar skammar og algjör vanvirðing við þá mörgu einstaklinga sem eru búnir að missa allt sitt vegna gjörninga bankanna að undanförnu. Það er ekki hægt að bjóða viðskiptavinum bankans að þeir aðilar sem sitja innanborðs og eru að ráðleggja fólki í sambandi við fjárhag og aleigu séu kannski fjárglæframenn jafnvel þótt að fólk sé saklaust uns sekt er sönnuð þar sem fram hefur komið að bankarnir voru rændir innanfrá!!  Ég get ekki séð að það sé mikil breyting í bönkunum þrátt fyrir nýjar kennitölur og lýsi eftir fólki sem er til í að stofna nýjan banka þar sem heiðarleiki og réttlæti er haft að leiðarljósi. Væri ekki hægt að fá nokkra þúsund íslendinga sem gæti lagt til t.d. 50.000,- hlutafé til að stofna nýjan banka. Ég hef ekkert vit á bankamálum en sá nú í viðtali í vetur við nýjan stjórnarformann Íslandsbanka  Friðrik Sophusson  að hann hefði ekki vit á þessu heldur  en væri með helling af góðu fólki sér við hlið, þannig að það virðist ekki vera fyrirstaða fyrir bankarekstri þótt bankaþekking sé ekki fyrir hendi!!! Ísland á helling af góðu og hæfileikaríku fólki þessa dagana og held ég að heiðarleikinn sé fyrir mestu og ég sé fyrir mér banka þar sem allir væru með sömu laun, bónusar og risnur bannaðar, þar sem allir ættu jafnan hlut í bankanum, þar sem ekki væri farið með fé almennings á óábyrgan hátt og þar sem eftirlit með allri starfsemi þar væri á háu stigi.  Er með helling af hugmyndum. Búin að setja upp síðu á Facebook (Almenningsbankinn) og hvet fólk til að skrá sig inn þar. kv. Almenningsbankinn

Almenningsbankinn (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 09:24

2 identicon

Viðbjóðurinn vellur út úr öllum þessu svokölluðu nýju bönkum sem reistir voru á rústum krimmabankanna. Nú takmarkar maður samskipti sín við bankana á Íslandi að eins miklu marki og mögulegt er. Nýju bankarnir ætla sér með góðu eða illu að hirða aleiguna af almenningi á grundvelli yfirtekinna glæpagerninga frá hinum gjaldþrota bönkum. Á sama tíma hefur borið á að bankarnir ætli að tryggja bankaræningjunum áframhaldandi heljartök á íslensku viðskiptalífi. Þar hefur Arion ekki verið í aukahlutverki samanber niðurstöðu varðandi Samskip. Best væri ef allir takmörkuðu viðskipti sín við bankana eins og þeir geta og nota reiðufé í stað korta.

Örn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 11:03

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tek undir með ykkur að þessi ákvörðun Finns Sveinbjörnssonar er röng. Hann er þar með að setja alla starfsmenn undir sama hatt og ef ég ætti leið í bankann mundi ég ef til vill velta því fyrir mér hvort þessi eða hinn lægi undir grun. Ekki ósennilegt að fólk hafi jafnvel verið fært til og sett í almenna afgreiðslu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.5.2010 kl. 18:01

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég veit það að verðtryggingalánsform Íslesku híbýlasjóðanna innan Bankanna, tryggir þeim vaxtavextir umfram umsamda verðtryggða vaxtavesti eða verð bólgaverðu meir en 0. Hinsvegar er þetta ofverðtrygging á heildar umsömdu skuldinni.  Miðað 2,5% verðbólgu í 30 ár skilar þetta um 30% hækkun heildar skuldar um fram verðtryggingu eða verðslagshækkun CPI neytandi verð vísir.  Þetta á sér enga hliðstæðu erlendis enda svik á því samið var um.

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/

Júlíus Björnsson, 16.5.2010 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband