Rökleysa á Reykjanesi

Stundum er ég ansi fattlaus. Nú skil ég til dæmis ekki hvers vegna Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum eru til í að selja nýtingarréttinn á orkulindum til Kanadamanna í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð en verða svo alveg brjálaðir þegar minnst er á að leigja útlendingum nýtingarrétt á fiskistofnunum.

Ég skil ekki muninn. Orkan er ein af fáum náttúruauðlindum sem við eigum. Fiskistofnarnir eru önnur. Ef reglan á að verða sú að hægt verði að leigja nýtingarréttinn af einni auðlind, hvers vegna þá ekki af annarri? Er ekki þversögn í þessu eða rökleysa? Á ekki annað hvort að heimila leigu allra náttúruauðlinda eða engra?

Eða er kannski málið það að skjólstæðingar íhaldsins eru þegar búnir að leggja fiskinn undir sig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sjálfstæðismenn eru alveg eins í laginu hvort sem þeir eiga sveitfesti á Suðurnesjum eða norður í Grímsey.

Þeim er ekkert heilagt nema skjótfenginn og auðfenginn gróði.

Bara græða á daginn og grilla á kvöldin og helst að fá steikina ókeypis ásamt grillkolunum að sjálfsögðu.

Árni Gunnarsson, 18.5.2010 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband