Rökleysa á Reykjanesi
17.5.2010 | 12:39
Stundum er ég ansi fattlaus. Nú skil ég til dæmis ekki hvers vegna Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum eru til í að selja nýtingarréttinn á orkulindum til Kanadamanna í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð en verða svo alveg brjálaðir þegar minnst er á að leigja útlendingum nýtingarrétt á fiskistofnunum.
Ég skil ekki muninn. Orkan er ein af fáum náttúruauðlindum sem við eigum. Fiskistofnarnir eru önnur. Ef reglan á að verða sú að hægt verði að leigja nýtingarréttinn af einni auðlind, hvers vegna þá ekki af annarri? Er ekki þversögn í þessu eða rökleysa? Á ekki annað hvort að heimila leigu allra náttúruauðlinda eða engra?
Eða er kannski málið það að skjólstæðingar íhaldsins eru þegar búnir að leggja fiskinn undir sig?
Athugasemdir
Sjálfstæðismenn eru alveg eins í laginu hvort sem þeir eiga sveitfesti á Suðurnesjum eða norður í Grímsey.
Þeim er ekkert heilagt nema skjótfenginn og auðfenginn gróði.
Bara græða á daginn og grilla á kvöldin og helst að fá steikina ókeypis ásamt grillkolunum að sjálfsögðu.
Árni Gunnarsson, 18.5.2010 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.