Mátulegt á Fjórflokkinn
18.5.2010 | 23:45
Það verður varla verri stjórn í Reykjavík þótt Besti flokkurinn taki völdin í lok mánaðarins. Kjörtímabilið sem nú er að ljúka hefur verið borgarfulltrúum til skammar og borgarbúum til vandræða og ama.
Það er raunar hópur af hugmyndaríku fólki á lista Besta flokksins - og miðað við frammistöðu þeirra sem nú sitja getur varla talist ókostur að lið Jóns Gnarrs hafi ekki pólitíska reynslu.
Ekki að þetta skipti mig, utanbæjarmanninn, beinu máli umfram aðra - en vitaskuld er það mikilvægt fyrir alla landsmenn að stjórn höfuðborgarinnar sé ekki í tómri vitleysu. Það er að minnsta kosti ekki líklegt að listamenn Besta flokksins reyni að gefa vinum sínum Orkuveituna.
það væri mátulegt á Fjórflokkinn að þurfa að semja við Jón Gnarr um stjórn borgarinnar - eftir að hafa sett sig rækilega inn í The Wire, auðvitað.
Athugasemdir
Algjörlega og synd og skömm að þú sért ekki á kjörskrá hérna í Reykjavík.
Þú ert vonandi búinn að downloada The Wire þáttunum.... þeir eru náttla snilldin ein.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.5.2010 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.