Međ Everest á vinstri hönd
25.5.2010 | 22:09
Nú er besti tími ársins á Íslandi - í rauninni sá tími sem gerir ţađ ţess virđi ađ búa hér. Ţađ er eiginlega ómögulegt ađ koma sér í svefn ţegar sólin skín, fuglarnir syngja og kyrrđin fćrist yfir voginn sem ég bý viđ.
En nú eru önnur plön. Viđ erum ađ fara í ferđalag sem okkur hefur dreymt um lengi: til Nepal og Tíbet í félagi viđ 10 ađra kćra vini. Ćtlunin er ađ fljúga frá London til Delhi á Indlandi, skreppa til Agra og skođa Taj Mahal og fara svo til Kathmandu í Nepal og eiga ţar nokkra daga í upphafi monsúnsins.
Svo verđur flogiđ til Lhasa í Tíbet (sem stendur í um 3700 metra hćđ yfir sjó) og farin landleiđin til baka til Kathmandu á rúmri viku. Ţá verđur Everest okkur á vinstri hönd ţegar fariđ verđur um tignarleg fjallaskörđ allt upp í rúmlega 5500 metra hćđ yfir sjávarmáli. Sem betur fer eru í hópnum kjarnorkuhjón vön háfjallaferđum sem kunna allt um háfjallaveikilyfin. Lćknirinn í genginu sér um helstu bćklunarlćkningar og annađ smálegt.
Eftir 'heimkomuna' til Nepal er ferđinni heitiđ til bćjarins Pokhara ţar sem náttúrufegurđ mun viđbrugđiđ og Himalajafjallgarđurinn rís eins og veggur fyrir utan glugga gistihússins.
Ţađ ćtti ađ slaga í íslenska vornótt.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.