Í skökku liđi

Ţađ er trúlega meiri skyldleiki milli hópíţrótta og flokkapólitíkur en ég hef alltaf áttađ mig á. Sennilega er ţađ ástćđa ţess ađ ég skil hvorki upp né niđur í hvoru sem er. Mest vefst fyrir mér hópsálaráráttan sem einkennir bćđi íţróttir og stjórnmálafélög. Eldri sonur minn heldur međ Liverpool í fullkominni blindni, sama hvađ á gengur, og er ekki mönnum sinnandi ef liđiđ tapar en leikur viđ hvurn sinn fingur dögum saman ef sigur vinnst. Ég tala nú ekki um sigur á útivelli. Fólk mér ástfólgiđ trúir í svipađri blindni á hrunflokkana og kennir Jóhönnu og Steingrími um allt sem aflaga hefur fariđ allt frá lýđveldisstofnun.

Ég hef veriđ í nokkrum félögum og yfirleitt kunnađ ţví vel enda hef ég valiđ félögin sjálfur og sćtt mig viđ reglur ţeirra og markmiđ. Aldrei hef ég ţó veriđ í íţróttafélagi eđa stjórnmálaflokki. Blinda tilbeiđslan hentar mér ekki.

Hér er eitt sem ég skil illa sem stopull og ótrúr kjósandi: ef tveir stjórnmálaflokkar ákveđa ađ mynda ríkisstjórn um tiltekinn verkefnalista sem ţeir kalla stjórnarsáttmála, má ţá ekki reikna međ ađ ţađ sé einhverskonar málamiđlun sem liđsmennirnir gangast undir? Segjum nú ađ ég hafi kosiđ annan hvorn flokkinn og skilji ađ málamiđlanir eru nauđsynlegar: má ég ţá ekki reikna međ ađ liđiđ standi saman um stjórnarsáttmálann jafnvel ţótt ekki sé ţar allt eins og hver og einn hefđi helst kosiđ sér?

Mér finnst ţetta augljóst mál. Agi verđur ađ vera, sagđi Svejk og sagđi ţó margt vitlausara.

En svo kemur á daginn ađ einstaka leikmenn, í ţessu tilviki í liđi Vinstri-Grćnna, telja sig síst bundna af stjórnarsáttmálanum sem ţeir undirgengust og reka eigin stefnu sem fer jafnvel ţvert gegn málamiđlunarstjórnarsáttmálanum. Mér sýnist ađ ţessi framkoma sé ekki einasta svik viđ flokkinn heldur einnig viđ kjósendur sem vita nokk hvernig kaupin gerast á eyrinni og  skilja alveg eins og ég, hinn stopuli og ótryggi kjósandi, ađ málamiđlun er málamiđlun.

Vćri ekki miklu heiđarlegra og einfaldara fyrir ţetta fólk – Lilju Mósesdóttur, Ögmund Jónasson, Jón Bjarnason og Ásmund Einar Dađason – ađ vera formlega í einhverju öđru liđi? Ţau virđast ekki halda međ sínu liđi og gefa skít í málamiđlunina sem lagt var upp međ.

Mig grunar ađ fyrirliđinn í fótboltafélaginu Liverpool myndi ekki ţola ţađ lengi ađ helmingurinn af hans liđi vćri sífellt ađ sparka boltanum út af eđa ađ eigin marki í úrslitaleik gegn Manchester United.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ er hćgt ađ skilja viđ eiginkonur,skipta um kćrustur.EN aldrei um fótboltaliđ

Erlingur hólm valdimarsson (IP-tala skráđ) 26.5.2010 kl. 15:29

2 Smámynd: Hólmfríđur Bjarnadóttir

Sćll Ómar. Ég hef aldrei tekiđ ástfóstri viđ íţróttafélag og pólitíkin hefur veriđ mín fylgikona í áratugi. Ég hef leitađ nokkuđ víđa fyrir mér og er núna í Samfylkingunni. Ég er ţér fyllilega sammála međ ţađ plagg sem kallast stjórnarsáttmáli. Ef ţú getur ekki haldiđ ţau ákvćđi sem hann byggir á ţá ertu ekki fćr um ađ vinna í pólitísku samstarfi. Ţeir einstaklingar sem ţú nefnir eru öll ţví marki brennd ađ hafa ekki ţann ađlöđunarhćfileika ađ stunda ţađ sem kallađ er samrćđustjórnmál. Ađ geta ekki unniđ í hóp, ţau verđa hreinlega öll ađ vera á sviđinu.

Hólmfríđur Bjarnadóttir, 26.5.2010 kl. 22:20

3 Smámynd: Hrólfur Ţ Hraundal

Ţađ er nú svo Ómar ađ stjórnmál eru ekki fótbolti.   Ađ ţví er mér skilst ţá er fótboltakeppni  stríđsyfirlýsing.  Samstarfssamningur stjórnmálaflokka er allt annars eđlis og í ţesskonar samningi er ekki hćgt ađ binda  skođanir eđa samvisku ţingmanns, ţađ vćri stjórnarskrár brot. 

Ađ binda í slíkan samning loforđ um ađ breyta öndvert viđ megin stefnu flokksins eru klár svik viđ kjósendur viđkomandi flokks.   Ţegar flokksforystan fer framhjá megin stefnu flokksins í óţökk lćgra settra  og óreyndari í flokknum, ţá veldur ţađ flokksforystunni vandrćđum ţegar frammí sćkir.  Fótbolta keppni og samstarfsamningur milli stjórnmála flokka er ţví vćgt sagt kjánaleg samlíking.       

Hrólfur Ţ Hraundal, 27.5.2010 kl. 07:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband