Úrelt vinnubrögð slitastjórnarinnar
15.7.2010 | 22:35
Halldór Backman í slitastjórn Landsbankans fattar þetta ekki alveg. Hann sagði RÚV í kvöld að slitastjórnin vildi fá að vinna í friði og að víst væri verið að kæra menn út og suður.
Það er alveg skiljanlegt og í sjálfu sér eðlileg krafa að slitastjórnin vilji ekki reka sín mál í fjölmiðlum. En það sem Halldór vill ekki fatta er að almenningi kemur við hvað þau í slitastjórninni eru að bauka. Almenningur á rétt á að fylgjast með því sem þar er verið að gera. Almenningur á þennan banka. Slitastjórnin verður að taka tillit til þess og fara bil beggja.
Vinnubrögðin sem Halldór Backman er fulltrúi fyrir eiga að vera liðin tíð. Það var meðal annars vegna svona hugarfars sem allt fór hér til andskotans.
Athugasemdir
Það eru svo margir enn í afneitun á vinnubrögð, ástand mála og bara þetta daglega líf. Hrunið er að síast inn í okkur og við skiljum smám saman hvað allt var hér rotið og sjúkt. Halldór Backman er enn í 2007 og það verður að kippa manninum inn í nútímann. Ekkert pukur takk.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.7.2010 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.