Ekkert að marka

Hrunið á Íslandi - og hrunin annars staðar - staðfestu það sem suma hafði grunað að það er ekkert að marka greiningarfyrirtækin svokölluðu, Fitch Ratings, Moody's og hvað þau nú öll heita.

Þau gáfu út fjárhagsleg heilbrigðisvottorð til hægri og vinstri og sögðu aðallega það sem fólk vildi heyra.

Af hverju ætti eitthvað frekar að taka mark á þeim núna? Hefur eitthvað komið fram um að þau hafi breytt vinnuaðferðum sínum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Mikið til í þessu hjá þér.

Einar Guðjónsson, 19.7.2010 kl. 14:36

2 identicon

Alveg rétt hjá þér í prinsippinu, nafni. Lykilorðið hjá þér er hins vegar "ætti". Skuldararnir geta svo sem óskað sér annars en að sitja í súpunni.

Vandinn er að úti í hinum stóra heimi er fullt af lánveitendum og fjárfestum sem eru skuldbundnir að fara eftir álit matsfyrirtækjanna. Þannig er næðingssamt uppi á Íslandi þótt auðvitað "ætti" hér að vera skjól. Hér ríkir enda stjórnmálastöðugleiki, örugg efnahagsstjórn, bankarnir á blússandi siglingu og allri óvissu hefur verið eytt um hvaða framtíð Íslendingar kjósa sér.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband