Skítt með staðreyndirnar

Af gefnu tilefni fór ég að lesa mig í gegnum umræður á Alþingi í fyrra - nánar tiltekið svör Gylfa Magnússonar við spurningum um lögmæti gengistryggðra lána (sem voru bönnuð með lögum 2001), erlend lán og fleira.

Spurningarnar voru að talsverðu leyti ruglingslegar og má af þeim komast að þeirri niðurstöðu að fyrirspyrjendur hafi ekki allir skilið eigin umræðu, né heldur tæknilega núansa málsins sem um var fjallað.

En það er engin leið að komast að þeirri niðurstöðu að Gylfi hafi logið einu né neinu. Hann hefur skarpari hugsun en margir aðrir sem tóku þátt í umræðunum og svaraði skýrt og klárt því sem hann var spurður um - og tók fram að best væri að láta dómstóla skera úr um ágreininginn. Hæstiréttur komst svo að hinni einu réttu niðurstöðu: lán í íslenskum krónum sem bundin voru við gengi erlendra gjaldmiðla voru ólögleg. Þar með ætti það að liggja fyrir.

En það mun engu breyta fyrir þá sem eru staðráðnir í að kalla Gylfa Magnússon lygara því staðreyndir skipta engu máli í íslenskri stjórnmálaumræðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Ekki mér heldu því þetta er allt bull.

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur eftir nokkrar óformlegar ítrekanir brugðist við bréflegri fyrirspurn talsmanns neytenda frá í október sl. þar sem m.a. var spurt hvort aflað hefði verið lögfræðiálits um lögmæti gengistryggðra lána. Óskað var eftir afriti af því áliti ef til væri. Bréfinu fylgdi minnisblað um lánveitingar í erlendri mynt, dags. 9. júní 2009."
http://talsmadur.is/Pages/55?NewsID=1186



.
http://www.ruv.is/frett/haestirettur-um-gengisbundin-lan

-Ég má til með að rifja upp þetta svar Gylfa til Eyglóar Harðardóttur frá því í vor. Listin við að segja ósatt er nefnilega sú að segja ósatt á sama hátt. Þess vegna er bara betra að segja alltaf satt.
Svar
efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur um lögfræðiálit um lögmæti gengistryggðra lána.

1. Hefur ráðuneytið aflað lögfræðiálits (eins eða fleiri) um lögmæti gengistryggðra lána?
Nei, ráðuneytið hefur ekki aflað utanaðkomandi lögfræðiálits um lögmæti gengistryggðra lána.

2. Ef svo er ekki, af hverju hefur ráðuneytið ekki aflað slíks álits?
Þar sem þessi málefni eru nú til meðferðar fyrir dómstólum telur ráðuneytið ekki ástæðu til að afla álits af þessu tagi.

3. Ef svo er:
a. Hver er niðurstaða álitsins um lögmæti gengistryggðra lána og rökstuðningur fyrir þeirri niðurstöðu?
b. Var tekið tillit til álitsins við uppgjör ríkisins og kröfuhafa föllnu bankanna um verðmæti lánasafna bankanna?
Eins og áður segir hefur ekki verið aflað utanaðkomandi lögfræðiálits um lögmæti gengistryggðra lána.-

Hér eru nöfn þessara aðilla sem Gylfi treystir og trúir

Ráðgjafar Lady GaGa og Rollubóndans hvernig Skjaldborgin á að vera

Ráðgjafar Samspillingarinnar og hönnuðir Skjaldborgarinnar (Tjaldborgin)

Jónínu S. Lárusdóttur er ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins
Jónína er gift Birgi Guðmundssyni, viðskiptastjóra hjá Landsbankanum í London
( skilanefnd Landsbankans)


Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra
Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans.
Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans
og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður
í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna.
Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans.
Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Fyrirspurn Ragnhildar Ríkharðsdóttur 1. júlí 2009:

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

"Frú forseti. Í ljósi þessarar fyrirspurnar langar mig að spyrja hæstv. viðskiptaráðherra. Svo virðist sem myntkörfulánin séu í raun hrein krónulán en með erlendu viðmiði. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti slíkra lána hafið yfir allan vafa þegar höfð eru til hliðsjónar lög nr. 38/2001, um vexti og verðbætur? Þar kemur fram að ekki megi miða lán við neitt annað en það sem þar stendur. Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti myntkörfulána hafið yfir allan vafa?"


Svar viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon) (U):

"Frú forseti. Ég vík fyrst að fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur um lögmæti lána í erlendri mynt. Lögfræðingar bæði í viðskiptaráðuneytinu og annars staðar í stjórnsýslunni hafa vitaskuld skoðað það mál. Niðurstaða þeirra er að lánin séu lögmæt..."

Rauða Ljónið, 12.8.2010 kl. 15:09

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég held Ómar að þú ættir að hlusta á spurningu Ragnheiðar Ríkharðsdóttur og svar Gylfa Magnússonar, þetta er allt að finna á vef  Alþingis, áður en þú fullyrðir að Gylfi hafi aðeins sagt sannleikann og ekkert nema sannleikann, ef það dugir ekki vil ég benda þér á heyrnarmælingastöð á fjórðu hæð Sjálfstæðishússins. 

Það er alveg ljóst, öllum sem skilja Íslensku að R.R. spyr um lögmæti myntkörfulána en G.M. reynir að klóra sig út úr lygavefnum með því að þykjast hafa verið að svara spurningu um gengislán. 

Eitt af því sem mér finnst skrýtið, er að við lestur laga nr. 38 frá 2001, virðist G.M. aðeins hafa skilið það að það er heimilt að lána erlendan gjaldeyri tryggðan með gengi gjaldmiðilsins, annað þarf allt að skýra af dómstólum.

Þetta er óláns þröskuldur sem hefur og mun að því er virðist koma til með að verða Íslenskum heimilum dýr.

Kjartan Sigurgeirsson, 13.8.2010 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband