Útreyktir hippar og jógi á viagra
5.9.2010 | 16:08

Og á steinţrepunum upp af ánni sátu afdankađir og útreyktir nepalskir hippar sem létu taka af sér myndir fyrir einn dollar.
Ţađ vakti athygli ţeirra sem höfđu komiđ ţarna áđur ađ nú mátti sjá konur taka ţátt í undirbúningi bálfaranna, slíkt var óţekkt fyrir fáeinum árum.
Furđulegt uppátćki ađ rjúka beint í jarđarför, sagđi gítarhetjan í hópnum. Myndu Nepalar sem koma til Íslands fara beint suđur í Fossvogskirkju til ađ fylgjast međ jarđarför?
Gítarhetjan lék annars á alls oddi enda nýbúinn ađ kaupa sér forkunnarfagran og hljómmikinn sítar suđur í Indlandi og látiđ ţrjátíu ára gamlan draum rćtast. Viđ höfđum ađ auki hitt heilagan mann í flugvélinni indverskan jóga međ tugi myndarlegra kvenna (hmm...) međ sér ađ fara í pílagrímsferđ til Tíbet. Jóginn var vel fús til ađ sitja fyrir á myndum og dreifa plöstuđum nafnspjöldum ţar sem hann titlađi sig sem hans heilagleika.
Ţetta dugđi nćstum ţví til ađ eyđa pirringi gítarhetjunnar sem gat ekki fengiđ almennilegan hamborgara í ţessum bć. Ţađ var ekki eins og ekki vćru nautgripir í landinu ţeir voru um allar götur. Bara ekki hafđir til matar.
Kathmandu er óvenju heillandi borg og hefur meiri karakter en flestar borgir í Asíu. Ţar eru mörg hundruđ ára gömul hof og musteri í stöđugri notkun, hluti af fjölţćttri menningu heimamanna í landi ţar sem trúarbrögđ eru ekki höfđ til hátíđabrigđa heldur eru órjúfanlegur ţáttur daglegs lífs.
Og ţađ er óhćtt ađ mćla međ ţví ađ koma til Kathmandu utan hins hefđbundna ferđamannatíma (ţetta var í júní) ţá er fólksmergđin á götunum viđráđanlegri, verđlag lćgra og auđveldara ađ komast leiđar sinnar.
Á Durbar torgi stöđvađi okkur mađur sem spurđi hvađan viđ vćrum. Frá Íslandi, sögđum viđ. Ţá fletti hann upp í stílabókinni sinni og sýndi okkur handskrifuđ skilabođ á íslensku frá Connie sem mćlti eindregiđ međ ţessum manni sem leiđsögumanni um hverfiđ.
Enginn er eyland.
Athugasemdir
Sćll Ómar
Hef alltaf gaman af ađ lesa velskrifađar ferđalýsingar frá framandi slóđum. Ţó ađeins smásögubrot sem ţetta komist fyrir á bloggi, ţá lyftir ţađ huganum augnablik yfir dćgurţrasiđ.
Dingli, 6.9.2010 kl. 15:32
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.