Umboðslaust flokkaflakk
8.9.2010 | 18:44
En það er ekki málið. Nú berast þær fréttir að hann sé hættur að vera óháður þingmaður og genginn til liðs við Vinstri græna. Núnú, slíkt hefur oft gerst áður: að menn hafi skipt um flokk í miðju kafi.
Mér hefur hins vegar aldrei þótt það ganga upp, hvorki þá né nú.
Þráinn var nefnilega kosinn á þing af fólki sem vildi ekki kjósa Fjórflokkinn. Ef það fólk hefði viljað kjósa Fjórflokkinn væri Þráinn ekki þingmaður og ekki heldur þau þrjú sem fóru með honum á þing sem fulltrúar Borgarahreyfingarinnar. Þá væri annað fólk á þingi núna.
Ég sé því ekki betur en að Þráinn sé án umboðs kjósenda sinna í þingflokki Vinstri grænna og að það sama hafi átt að gilda um aðra þá sem farið hafa sömu leið.
Ekki það, ég treysti persónunni Þráni Bertelssyni vel til að fylgja sannfæringu sinni og verja þær hugsjónir sem gerðu hann að pólitíkus.
En hann var ekki kosinn af stuðningsmönnum Vinstri grænna. Þvert á móti: hann var kosinn af fólki sem vildi ekki Vinstri græna eða neinn annan þeirra hefðbundnu stjórnmálaflokka sem buðu fram í fyrravor.
Athugasemdir
Verra en það, félagi Ómar, hann átt ekki persónulega þau atkvæði sem hann flaut inn á. Þau voru greidd Hreyfingunni, ekki Þráni Bertelsen. Ég tek undir það að ég hef dálæti á Þráni sem listamanni og jafnvel sem kunningja, en ég hef áður lýst hann óheimildarmann að þeim atkvæðum sem hann situr nú á þingi út á. Hann og aðrir í hans stöðu eiga að segja af sér þingmennsku ef þeir treysta sér ekki til að starfa í því umboði sem þeir voru kosnir til. -- Þetta er eitt af því sem ég vil sjá í nýrri stjórnarskrá, ef svoddan plagg verður einhver tíma til.
Sigurður Hreiðar, 8.9.2010 kl. 19:49
Sigurður Hreiðar farðu rétt með. Hreyfingin var ekki til við síðustu kosningar og því enginn á hennar vegum í framboði hvorki Þráinn Bertelsson né nokkur annar. Þráinn, og þau þrjú sem flutu með honum á þing voru kjörin sem frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar. Þrjú þeirra yfirgáfu Borgarahreyfinguna og skildu Þráin eftir einan, nú er hann einnig horfinn frá þeirri hreyfingu sem kom honum á þing, Borgarahreyfingin á þar með engan þingmann.
Þessir fjórmenningar töldu sig fremsta og heiðarlegasta af öllum pottlokaberjurum og fóru inn undir merkjum heiðarleika og endurnýjunar. Öll hafa þau svikið sína kjósendur. Að vera kosinn á þing af ákveðnum hópi kjósenda, hlaupa frá þeim kjósendum í aðra flokka er ekkert annað en lágkúra og svik. þessir fjórmenningar hafa afhjúpað sig sem spillta stjórnmálamenn. Var af þeirra áliti ekki nóg af þeim fyrir?
Sigurður Grétar Guðmundsson, 8.9.2010 kl. 20:35
Afhverju hengja Þráinn? Hvað með þríeykið sem myndar Hreyfinguna með atkvæðum greiddum Borgarahreyfingunni? Þau voru fljót að yfirgefa sitt bakland.
Væntanlega hefur Þráinn eins og flestir aðrir sem bjóða sig fram viljað vinna gagn og þegar Hreyfingarþrenningin er út og suður í Tíbet og Írak, eða í því að sparka í kollega sína á þingi og sálgreina, á meðan þjóðarskútan hriplekur á strandstað; þá býður hann sitt liðsinni og brettir upp ermar.
Þráinn hefur það umfram marga að hann er heiðarlegur og réttsýnn. Það að hann vilji leggja stjórninni lið sitt segir mér að hann meti hana á réttri braut.
Víglundur Sigurðsson, 8.9.2010 kl. 20:49
Þetta var nokkuð gott hjá þér Ómar og svo tek undir með Sigurði Heiðari að öðru leiti en því að ég vil ekki nýja stjórnarskrá.
Gamla bíla mátti endalaust laga en nýja borgar sig ekki að lagfæra og því er þeim bara hent. Verður það þannig með stjórnarskrár?
Hrólfur Þ Hraundal, 8.9.2010 kl. 22:20
Nokkrar smá leiðréttingar hérna.
SGG segir að við þingmenn Hreyfingarinnar höfum svikið kjósendur okkar. Bendi hann á eitt dæmi. Við fórum frá Borgarahreyfingunni og stofnuðum Hreyfinguna utan um sömu stefnuskrá og hugmyndafræði og BBH byggðist á.
VS segir að við höfum yfirgefið okkar bakland. Það rétta er að á landsfundi BH þá kom um helmingur fundarmanna með okkur er við yfirgáfum salinn. Það heitir að taka með sér bakland, ekki yfirgefa það.
Svo óska ég Þráini góðs gengis í VG, sem hins vegar hefur ekki sömu stefnuskrá og Borgarahreyfingin. Þannig að nú er VG þríklofinn, eða?
Þór Saari, 8.9.2010 kl. 23:21
Til hamingju með þessi gríðarlegu viðbrögð, Ómar. Málið er greinilega heitt :-)
Ég er sammála því grundvallarsjónarmiði að kjörnir fulltrúar eigi fremur að segja af sér en skipta um flokk. Almennt er rétt að líta svo á sá sem situr kyrr en skiptir um lið hafi þar með svikið kjósendur sína.
En þetta tilvik er reyndar nokkuð sérstakt. Hefði Þráinn sagt af sér, hefði Hreyfingunni bæst nýr þingmaður - ekki Borgarahreyfingunni. Þráinn átti þess sem sagt ekki kost að setja í sinn stað fulltrúa þess "flokks" sem skilaði honum inn á þing.
Það ætti að vera auðséð að möguleikar þingmanns til að koma einhverjum hugðarefnum sínum fram, aukast til muna við það eitt að vera í þingflokki. Og sá sem ímyndar sér að það sé þráinn einn, sem heldur Þráni Bertelssyni á þingi, veður í villu og svíma. Þráinn hefur hugsjónir sem hann vill koma á framfæri.
Þráinn hyggst áfram halda sig við stefnu Borgarahreyfingarinnar en telur sig eiga auðveldara með það innan þingflokks VG. Ég ætla fyrir mína parta að velja þann kost að trúa honum.
Á grundvelli stefnumála ættu allir þingmenn sem kosnir voru fyrir Borgarahreyfinguna að styðja ríkisstjórnina í a.m.k. mjög mörgum málum. Staðreyndin er þó sú að Þráinn er sá eini af þessum fjórum, sem ekki hefur hvikað frá stefnuskránni.
Sennilega var það einmitt þess vegna sem hann valdi VG. Þar ríkir heldur minni flokksagi en í Samfylkingunni. Þráinn getur því haldið ótrauður áfram - en er ekki lengur aleinn á báti.
Þú segist bera mikla virðingu fyrir Þráni Bertelssyni sem listamanni. Það geri ég líka. En ég ber samt miklu dýpri virðingu fyrir honum sem manni.
Jón Daníelsson, 9.9.2010 kl. 00:49
Það er ekki rétt að Þráinn hafi ekki hvikað frá stefnuskrá Borgarahreyfingar/Hreyfingar:
Þráinn samþykkti Icesave. Í stefnuskrá XO segir:
,, ICESAVE reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands og m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar innlagnir á reikningana, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir persónulega ábyrgir fyrir því sem vantar upp á. Samið verður um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar.”
Þráinn greiddi atkvæði gegn þjóðaratkvæðagreiðslu í sambandi við Icesave málið. Í stefnuskrá XO segir:
,,Þjóðaratkvæðagreiðsla skal fara fram um mál er varða þjóðarhag óski tiltekinn minnihluti þjóðarinnar þess.”
Þráinn styður frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka þrátt fyrir að frumvarpið geri ráð fyrir því að flokkar taki áfram við peningum frá fyrirtækjum og að ekki verði gætt jafnræðis við úthlutun opinberra fjármuna. Í stefnuskrá XO segir:
,,Rofin verði óeðlileg hagsmunatengsl milli viðskiptaheims og þingheims. … Ný framboð fái sama tíma í fjölmiðlum og sama stuðning og aðrir stjórnmálaflokkar”.
Margrét Sigurðardóttir, 9.9.2010 kl. 06:49
Sigurður Grétar, farðu rétt með. Það var Þráinn sem fyrstur yfirgaf Borgarahreifinguna og var utan flokka. Þegar þau hin þrjú yfirgáfu Borgarahreyfinguna var Þráinn þegar farinn.
Réttar er að tala um að Þráinn hafi flotið inn með hinum því án þeirra hefði hann aldrei komist á þing.
Landfari, 9.9.2010 kl. 18:25
Kannski of seint að bæta við athugasemd. Ég lít á Borgarahreyfinguna -- sem ég kaust -- hið sama or Hreyfinguna. Örlítil nafnbreyting, gerð til þess að útiloka nokkra synda bukka -- er bitamunur en ekki fjár. En eins og Landfari segir, án Borgarhreyfingarinnar -- eða Hreyfingarinnar -- hefði Þráinn aldrei flotið inn á þing. Atkvæðin sem dugðu honum eru ekki hans og hann er óheimildarmaður að því að fara með þau til VG. Og kannski nú hafi frosið í Helvíti -- um það veit hann ugglaust nánar en ég.
Sigurður Hreiðar, 10.9.2010 kl. 23:30
Sammála þér Eigurður Hreiðar að Borgarahreyfingi og Hreyfingin er það sama í mínum augum. Í praxís munar það hinsvegar nokkrum milljónum því Borgarahryfingin fær styrki frá Alþingi en Hreyfingin ekki.
Ég geri rá fyrir að þú vildir sagt hafa að Þráinn væri óheilindamaður af þessari gjörð sinni. Þetta hefur eitthvað lítið með heimildir að gera nema hvað hann hafði heild til þess lögum samkvæmt auk þess sem heimildir eru fyrir því að þetta hafi gerst áður.
Vilmundur heitinn hefði orðað þetta þannig: Semsagt löglegt en siðlaust.
Annars voru það nú peningaleg sjónarmið sem ýttu Þránni mest út úr Borgarahreyfingunni því þar á bæ vildu menn að hann afsalaði sér listamannalaunum meðan hann gengdi þingmennsku því í nýja Íslandi áttu menn ekki að vera á tvöföldum launum hjá ríkinu.
Þar er Ögmundur alveg sér á báti því mest allan sinn þingmannsferil var hann formaður BSRB en launalaus þar að eigin ósk þó hann ætti fullan rétt á þeim. Ef ég man rétt hætti hann ekki þar fyrr en eftir að hann varð ráðherra og sem ráðherra þáði hann einungis þingfararkaup en ekki ráðherralaun.
Landfari, 13.9.2010 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.