Fordómar og mannhatur

KAUPMANNAHÖFN: Við hittum í dag mann að nafni Sören Espersen sem er frammámaður í danska þjóðarflokknum, Dansk Folkeparti. Þetta er þriðji stærsti flokkurinn í Danmörku og tryggir hægri stjórninni hér meirihluta á þingi.

DF er samsafn fólks sem hatast við múslima og Evrópusambandið og lýtur forustu Piu Kjærsgaard sem er óvenju illskeytt af norrænum stjórnmálamanni að vera. Hún lét Svía fá það óþvegið í tilefni kosninganna þar á dögunum – og veitti Svíþjóðardemókrötunum svonefndu mikilvægan móralskan stuðning enda er þar á ferðinni flokkur með svipaðar áherslur: að hatast við múslima og ESB.

Sören Espersen hrósaði Svíþjóðardemókrötunum líka í hástert, ekki síst fyrir að hafa tekið upp gamalt slagorð DF: Gef okkur landið okkar aftur. Ég sagðist ekki vita hvað það þýddi – hver hafði tekið Danmörku af Dönum?

- Þú getur sagt þér það sjálfur, sagði Espersen. Það er augljóst mál.

- Nei, mér er það ekki augljóst...

- Við viljum að Danmörk verði eins og hún var fyrir 1983, áður en þessi óhefti straumur innflytjenda frá ólíkum menningarsvæðum hófst, sagði Sören Espersen. - Með sama áframhaldi er verið að skipta Dönum og danski menningu út fyrir annað fólk og aðra menningu.

Á fundi okkar, sem stóð ríflega hálfan annan tíma, fór Espersen fram og til baka yfir hættuna sem flokkur hans telur stafa af Islam sem sé “pólitískt kerfi” er noti trúarbrögð sem yfirbragð. Fordómar af þessu tagi streymdu út úr honum án afláts og hann dró enga dul á að það eru fyrst og fremst Afríkumenn og múslimar sem flokkur hans vill ekki til danska draumalandsins.

En skyldi þetta ómanneskjulega viðhorf í okkar heimshluta vera bundið við Danmörku og Svíþjóð? Hvað með Ísland hið tæra og hreina sem numið var af svo mörgum norskum hetjum og stórhöfðingjum að ekki var nema rumpulýður þar eftir? Það voru a.m.k. sjónarmiðin í mínum skólabókum á hinni öldinni.

Þótt ekki fari mikið fyrir mannfjandsamlegum sjónamiðum af þessu tagi í umræðunni á Íslandi grunar mig að Sören og Pia og þeirra lið eigi sér furðu marga skoðanabræður.

Þeir eru meðal annars í borgarkerfinu í Reykjavík. Önnur ástæða getur ekki verið fyrir því að íslenskir múslimar hafa mátt bíða í ellefu ár eftir lóð undir bænahús sitt – og bíða enn. Nýi borgarstjórinn er þó líklegur til að breyta því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Vonum það!  Kv. B

Baldur Kristjánsson, 24.9.2010 kl. 19:13

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nei, Ómar minn, ég er nú svo illa innrættur að ég óttast valdamyllu múslima meira en flest annað. Þegar ég hafði dvalið í múslimalandi um hríð síðla á síðustu öld notaði ég hvert tækifæri til að segja að Vestulönd ættu að hætta að hnotabítast um og við Sovétríkin, þau bæru sjálf dauða inn í sér, en hættan stafaði af múslimum og þeirra lífsstíl sem þeir kjósa að kalla trúarbrögð. -- Ég hef ekkert séð enn sem fær mig til að láta af þeirri skoðun. Og ég vona að það verði löng bið þangað til þeir fá að hreiðra svo um sig hér um slóðir sem þeir kjósa.

Sigurður Hreiðar, 24.9.2010 kl. 21:31

3 identicon

Hafa paparnir sem hér voru fyrir sömu sögu að segja og Ari fróði. Ætli það.

Ekki frekar en frumbyggjar Ameríku: http://www.youtube.com/watch?v=e9a70fz6420&feature=related

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 09:15

4 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=0IomIER6pZY&feature=related

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 09:25

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Bíddu nú hægur, Ommi. Er Sören Espersen mannhatari og fordómafullur? Ja, hérna. Ekki vissi ég það. Maðurinn er giftur gyðingi og börnin hans eru gyðingar. Hvað heita þeir sem hatast út í gyðinga?

Gæti ekki verið að þú sért það bara sjálfur mannhatari? Hefur þú í Danmerkurferð þinni hitt múslima sem ekki þola að gyðingar gangi um götur Kaupmannahafnar? - Eða þá sem berja á gyðingum í Danmörku?

Hvað með talsmann menningarmiðstöðvar Múslíma á Íslandi? Hefur þú rætt við hann. Hann aðhyllist trúarleiðtoga sem eru öflugir í gyðingahatrinu. http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1096397/ Er ég kannski fullur af mannhatri og fordómum fyrir að benda á það?

Lestu þetta: http://jp.dk/indland/article409774.ece og þetta http://www.document.no/2010/07/danske_joder_tor_ikke_lenger_v.html

Fræðilegar rannsóknir í Danmörku sýna að mannfyrirlitning, mannhatur og kynþáttahatur sé mest meðal múslíma í Danmörku og þá fyrst og fremst í garð gyðinga. Rannsóknin var gerð við Árósaháskóla. Þú ert nú afar eineygður, og allt of heilagur til að ég taki mark á þér blessaður karlinn minn. Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um Ómar Valdimarsson.

Annars væri athyglisvert að vita hvaða samtök þú varst í umboði fyrir er þú hittir Sören Espersen??

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.9.2010 kl. 16:46

6 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Ég geri almennt engan greinarmun á mannhatri. Ég sé ekki muninn á því að hata gyðinga eða múslima, Dani eða Kínverja. Allt er það af sömu orsökum: vanþekkingu. Fólk óttast fyrst og fremst það sem það þekkir ekki. Öfgasinnarnir finnast alls staðar - meðal gyðinga (sbr. Palestínuvandræðin), meðal kristinna (var ekki ráðist inn í Írak í nafni Guðs og kristni?), meðal múslima (sbr. t.d. ofsóknir múslimskra öfgamanna á hendur kristnum söfnuðum í Indónesíu), meðal hindúa, meðal búddista...listinn er endalaus. Því miður. Ekkert breytir þessu nema meiri samskipti, meiri þekking, meira umburðarlyndi. Ég er ekki viss um að hroki eins og Vilhjálmur Örn sýnir hér að ofan sé leiðin að því marki.

Ómar Valdimarsson, 25.9.2010 kl. 18:49

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svo það er hroki, þegar maður bendir á að vissir hópar séu kynþáttahatarar, en ekki aðrir. Søren Esperrsen er samkvæmt þér mannhatari, en þegar ég segi þér eða t.d. mannréttindaráðherranum á Íslandi, Ögmundi Jónassyni, (sem ekk vill heyra það), að mannhatarar og öfgamenn hafi hreiðrað um sig í Öskjuhlíðinni fyrir fé frá mannhöturum og stofnunum í Sádí sem stunda kvenhatur,  og að því er er virðist, hatur á öllu frelsi, ég hrokagikkur?

Meira umburðalyndi... á það við hrokagikki eins og mig eða þá hrokagikki sem segjast vilja drepa gyðinga, sem nú kalla sig trúfélag á Íslandi og starfa fyrir fé frá stofnumum sem stunda vart annað en hatursboðskap?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.9.2010 kl. 04:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband