Pólitík? Nema hvað!
29.9.2010 | 15:19
Ég sé að sumir eru alveg vitlausir yfir ákvörðun Alþingis um að leiða Geir Haarde fyrir Landsdóm - og tala um að málið sé pólitískt.
Nema hvað? Er það ekki hlutverk Alþingis að fjalla um pólitík? Er ekki verið að tala um pólitíska ábyrgð?
Geir var forsætisráðherra, ekki búðaþjófur, og ábyrgur sem slíkur fyrir velferð lands og þjóðar.
Auðvitað er þetta pólitík - og gæti ekki verið neitt annað og ætti ekki að vera neitt annað.
Svo breytist þetta í lögfræði þegar málareksturinn hefst. Þá á pólitíkinni að vera lokið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.