Góðar fréttir af aðlögunarferlinu

Það voru góðar fréttir sem Mogginn flutti í gær af umsóknar/aðlögunarferlinu að ESB. Sambandið ætlast til þess að Íslendingar taki upp Evru, geri umbætur á dóms- og stjórnkerfi og aðlagi atvinnuvegina að þeim búskaparháttum sem tíðkast meðal menningarþjóða Evrópu.

Mér finnst þetta góðar fréttir því þær gefa til kynna að um síðir megi vænta þess að vit verði haft fyrir okkur um ýmis þau mál sem hafa reynst okkur ofviða. Gleymum því ekki að helstu umbætur á t.d. dómskerfinu hér hafa verið gerðar til samræmis við góða siði í Evrópu. Aðskilnaður lögreglu- og dómsvalds, sem ekki hafðist í gegn fyrr en eldri maður á Akureyri neyddist til að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, er bara eitt dæmi um það. Og þótt ýmislegt umbótastarf sé verið að vinna hér í stjórnkerfinu þessi misserin (eins og þeir vita sem vilja vita), þá þarf vafalaust utanaðkomandi aðstoð til að stíga skrefin til fulls.

Enginn þarf að efast um að ýmislegt er það við kerfið í Evrópu sem betur mætti fara (og reynsla Finna og fleiri þjóða er sú að með upptöku Evru hækkar verðlag fyrst í stað en jafnar sig svo). En það er þó allt miklu betra en það sem hér hefur orðið til í moðsuðu ónýts stjórnmála- og hagsmunakerfis, svo ekki sé minnst á hagkerfið með krónuna sem ekkert er hægt að treysta á. Og áttum okkur líka á því að þeir sem berjast harðast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu eru fulltrúar þeirra sérhagsmunaafla sem hingað til hafa getað ráðskast með örlög og efni þjóðarinnar að eigin vild. Ekki undarlegt þótt þeir séu í fýlu.

Af þeim kostum sem bjóðast er ESB hinn eini sem felur í sér mátt og vit til að taka völdin af þessu fólki. Það á það skilið – og við hin eigum það skilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Tek heilshugar undir með þér Ómar. Mér hugnast hins vegar ekki ef ráðherraræðið kemur í veg fyrir að fjármunir frá ESB til að aðlaga stjórnkerfið, verði nýttir. Þar er ég að tala um ráðuneyti þeirra "höfðingjanna" Jóns Bjarnasonar og Ögmundar Jónassonar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.10.2010 kl. 01:39

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, þetta var einmitt það sem mér datt í hug og setti sem athugasemd við fréttina á Eyjuna.

 Þetta eru frábærar fréttir og einmitt það sem maður vonast til að gerist. Reyndar er furðulegt að ekki hafi enn veið gerð athugasemd við að lögreglustjórar skuli fara með ákæruvald, sem á að sjálfsögðu heima hjá sjálfstæðum og óháðum saksóknara, líkt og gerist meðal flestra siðmenntaðra ríkja. Því miður var frumvarpi um héraðssaksóknara frestað vegna kreppunnar. Það kemst í gagnið í síðasta lagi með inngöngu í ESB. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.10.2010 kl. 08:09

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Dittó.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 29.10.2010 kl. 12:29

4 identicon

Hvernig er það með ykkur ESB aðdáendur. Haldiði að það sé ómögulegt með öllu að lagfæra Ísland nema ganga í ESB?

Og hvað með evruna? Á hvaða gengi fáum við evruna og hvað mikið af evrum? Og ef að við þurfum meiri evrur, er það þá lán frá Seðlabanka ESB? Treystirðu á evruna 100%? Veistu hversu mikið evruríkin skulda? Hefurðu lesið Lisbon sáttmálann? Skiptir lýðræðið þig engu?

Afhverju getum við ekki bara tekið það besta úr ESB sem innblástur til að lagfæra okkar kerfi og svo það besta frá Japan, Ástralíu og öllum löndum heims og lært af okkar mistökum og skapað frábært lagakerfi sem við megum sjálf ráða yfir.

Hvaða áhrif mun það svo hafa ef tildæmis Bretland segja sig úr ESB eftir 5 ár, sem þyrfti ekki að koma á óvart. Hvað með Kína og Indland, er ekki hægt að líta þangað til viðskipta?

Lýðræði er nokkuð sem mér þykir mjög mikilvægt en miðað við það sem ég hef séð undanfarið, þá virðist það vera á undanhaldi innan ESB.

H. Valsson (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 17:48

5 Smámynd: Guðjón Eiríksson

ESB er með gríðarleg viðskipti við Kína. Samkvæmt Magnúsi Bjarnasyni í Sílfri Egils yrðu mjög óverulegar breytingar á tollum gagnvart Kína við inngöngu.

 Hvers konar lýðræðis undanhald hefur þú séð í Evrópu Hörður?

Guðjón Eiríksson, 29.10.2010 kl. 21:32

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það er hægt að laga öll regluverk líðveldisins Íalands,það vitum við. Er ekki eðlilegt að það sé í stöðugri endurskoðun,til þess gerum við nú út lögjafarþing.             ,,Enginn þarf að efast um að ýmislegt  er það við kerfið í Evrópu sem betur mætti fara,, jæja!      Ómar í mínum huga er ekkert að því að gera umbætur t.d. í dómskerfinu,í samræmi við góða siði í Evrópu. En eftir að hafa búið árum saman,á uppgangstímum þar sem næga vinnu var að hafa gott heilbrigðiskerfi og menntakerfi (mundu Kársnesskóla),sannar það mér að við stjórnvölinn voru vel vitibornir menn. Okkur leið vel með það.  Varðandi síðustu málsgrein þína ég veit að ESB hefur máttinn,en í mínum huga ekki vitið,sem þarf til að taka völdin af ,, hvernig hljómar það hjá pennanum; Þessu fólki. Veistu, meiri hlutinn á alltaf það besta skilið,landið sitt fullvalda ríki.

Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2010 kl. 00:46

7 identicon

Það er flott að ESB á mikil viðskipti við Kína, það þýðir að Kína á viðskipti við evrópuríki og Kína myndi gera það þótt ESB væri ekki til :)

Hérna er eitt af óteljandi YouTube myndöndum gegn Lisbon sáttmálanum:
http://www.youtube.com/watch?v=Vo0QtoguAOI

Og hérna er annað sem útskýrir ólýðræðið í kringum Lisbon sáttmálann enn betur:
http://www.youtube.com/watch?v=8Kr0Foq3CQE

Svo núna verður maður að lesa þennan Lisbon sáttmála yfir til að vita hvað það er sem svo margir eru á móti, ef Ísland fer í ESB, þá verður fólk að fá að vita hvað er gott og vont.

Gallinn við ESB og öll önnur risaríki er sá að fyrirhyggjusemin fer alltaf úr böndunum. Það byrjar sem góðvild þar sem íbúunum á að tryggja öruggara og betra líf, en endar alltaf í fasisma, það liggur í eðli fyrirhyggjusemi á risaríkjastigi. Ef ég vill reykja og drekka og borða sykur allan daginn og það drepur mig 20 árum fyrr en seinna, þá er það á minni ábyrgð að gera það en ekki á ábyrgð yfirvalda að koma í veg fyrir að ég geri það, eða hvað annað sem er slæmt fyrir mig persónulega.

H. Valsson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband