Smámál fyrir Má

Almennt verður maður að taka gjaldeyrishöftunum með stillingu og kyngja því að þeirra sé þörf.

En smáatriði í útfærslu þeirra sýnist hægt að laga.

Í haust þurfti ég að fá þrjá dollara til að senda skóla vestur í Ameríku til að greiða fyrir afrit af gömlum prófum. Ég fór í banka í Kópavogi og var þá beðinn um farseðil til að sanna að ég væri að fara til útlanda og þyrfti peningana. Farseðilinn hafði ég ekki – enda var ég ekkert að fara, þurfti bara þrjá dollara fyrir ljósrit vestur í Ohio.

Það var ekki hægt, sagði gjaldkerinn og bar fyrir sig regluverki Seðlabankans.

Ég fékk því þrjá dollara annars staðar og sendi í pósti til Ameríku (sem var ábyggilega brot á gjaldeyrisreglunum).

Nú er ég hins vegar á leið úr landi og fór í gær með farseðilinn minn í banka í Kringlunni.

Nei, því miður, sagði gjaldkerinn, þú verður að fara í þinn eigin viðskiptabanka. Það eru reglurnar sem Seðlabankinn setur.

Það kostaði meiri fyrirhöfn (auðvitað ekki banvæna) sem hefði átt að vera óþörf.

Már Guðmundsson Seðlabankastjóri er glöggur maður og hagsýnn. Hann hlýtur að geta snúið þessa bjánalegu agnúa af reglunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég efast um að hann hfi vilja til þess!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 30.10.2010 kl. 13:55

2 identicon

Kannski er hann að koma í veg fyrir að alvöru glæpafólk fari 5.000 sinnnum í bankann SINN og fái 3 dollara í hvert skipti.

H. Valsson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 16:47

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Það að lesa þessa færslu fær hárin til að rísa.  Fávitaland sem ég neyðist til að búa í þessa stundina.  Ég hlýt að finna eitthvað jákvætt með morgninum um leið og ég vakna annars er ég alvarlga að hugsa um búsetufluttning enn einu sinni.

Ía Jóhannsdóttir, 1.11.2010 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband