Barnaníðingar og lækning á eyðni

BANJUL, GAMBÍU: Stjórnvöld hér hafa vaxandi áhyggjur af því að hingað komi kynlífsbrjálaðir ferðamenn í þeim tilgangi að níðast á smákrökkum. Á hótelum liggja frammi bæklingar um þetta efni með áskorunum um að liggja ekki á vitneskju sinni um slíka hluti.

Barnaníðingarnir eru ekki áberandi á götum úti en þeim mun meira er um sjúskaða, hvíta miðaldra karla sem hafa krækt sér í spengilegar og íturvaxnar ungar gambískar konur. Á túristasvæðum sér maður slík pör ganga um hönd í hönd, rétt eins og var svo áberandi í Bangkok þegar við bjuggum þar.

Jafnhliða þessum iðnaði fjölgar stöðugt HIV-smitum hér í þessu litla landi þar sem þrír af hverjum fjórum eru múslimar. Almenn eru HIV-smit yfirleitt færri í löndum Islam en í dag sagði mér ungur maður að það væru nærri 50 þúsund HIV-smitaðir í landinu – íbúar hér eru 1.4 milljónir tæpar. Það er býsna hátt hlutfall.

En hér er glaðlegt fólk og vingjarnlegt í samræmi við orðspor Vestur-Afríku. Það manni með kostum og kynjum og vill allt fyrir mann gera. Ég ætla út um sveitir hér næstu 2-3 daga; þá fyrst hefur maður komið til lands að maður hefur farið um sveitir og séð hvernig venjulegt fólk lifir sínu lífi. Borgir eru alls staðar svipaðar.

Og hvar sem maður fer um höfuðborgina blasa við stórar myndir af forsetanum, Yahya Jammeh sem rændi völdum 1994 en hefur síðan sigrað þrisvar í umdeildum kosningum og hefur heldur slæmt orð á sér þegar kemur að mannréttindum og slíkum málum. Hann ber marga titla og flaggar þeim öllum. Annar ungur maður sagði mér, í fúlustu alvöru, að forsetinn væri að vinna að því að breyta Gambíu í konungdæmi svo hann gæti verið kóngur til æviloka. Þá geta verið kóngafréttir í ríkissjónvarpinu hér, ekki bara endalausar fréttir af forsetanum.

Hann vakti nokkra athygli á alþjóðavettvangi 2007 þegar hann sagðist hafa uppgötvað aðferð til að lækna eyðni – sem væri gott í þessu landi, eins og rakið var að ofan. Lækningaaðferð forsetans byggist á grænni kryddstöppu, beiskum gulum vökva og bananaáti. Hann fullyrðir að þetta meðal skotvirki.

Fulltrúi þróunarstofnunar SÞ, sem lýsti efasemdum sínum um gagnsemi kássunnar og taldi hana jafnvel geta ýtt undir óábyrga kynhegðun, var umsvifalaust rekin úr landi.

Það er því best að segja ekki meira í bili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Skeflilegt að heyra þetta, en svona gerist hvarvetna þar semeinræðið er til staðar. Misjaft eftir löndum hvernig kenjar einræðis byrtast.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.11.2010 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband