Hádegisverđur á Happiness

FARAFENNI, GAMBÍU: Ţetta er hálfgert eymdarpláss, um ţađ bil í miđju landinu, og ekki ađ sjá ađ mikiđ sé ađ gerast. Karlar sitja undir trjám í hitanum viđ ađalgötuna og rćđa málin, konurnar stika um međ börnin. Götur og götuhorn hér, og víđar ţar sem viđ höfum fariđ um, eru fullar af búfénađi, einkum sauđfé og kúm, enda er fórnarhátíđ múslima, Eid al-Adha, framundan og ţá ţurfa allir ađ hafa eignast nýtt kjöt til ađ borđa og deila međ öđrum.

Bílstjórinn keypti myndarlegan hrút á fćti til ađ fara međ til borgarinnar. Í bílnum? spurđi ég, varla búinn ađ ná mér eftir geiturnar og asnana sem héldu hávađasamt partí fyrir utan gluggann minn á gistihúsinu í nótt. Nei, hann ćtlađi ađ fá vin sinn til ađ koma skepnunni til sín eftir helgina. Ţađ verđur heimaslátrun, sagđi hann og skildi ekki alveg hvers vegna mér datt í hug eitthvađ annađ.

Viđ fengum ađ borđa á veitingastađnum Happiness. Hrísgrjón og seigar kjöttćgjur. Ágćtlega bragđgott. Ráđskonan er hávćr og glađvćr og hikađi ekki viđ ađ pota í belginn á mér (sem hér er vitaskuld höfđingjamerki, eđa ţannig túlka ég ţađ).

Tveir hvítir menn voru viđ nćsta borđ, annar sofandi. Ég tók hinn tali og ţá kom í ljós ađ ţeir eru spánskir nćringarfrćđingar sem eru ađ vinna enn innar í landinu (Spánverjar eru farnir ađ láta sjá sig í Vestur-Afríku til ađ reyna ađ sporna viđ stöđugum straumi flóttamanna úr ţessum heimshluta sem margir enda í spánsku fóstri á Kanaríeyjum). Bíllinn ţeirra hafđi bilađ og nú var beđiđ eftir viđgerđarmanni. Sú biđ hafđi ţegar tekiđ tvo daga. Ég sagist vera Íslendingur á stuttri yfirreiđ.

Ţá reisti sig upp sá sem hafđi sofiđ sagđi forviđa: Ertu Íslendingur?

Já, en ţú?

Nei, sagđi hann á lýtalausri íslensku, ég er Spánverji en ég las mannfrćđi viđ Háskóla Íslands eitt ár. Svo fór ég í hjúkrun og er búinn ađ vera hér í mánuđ. Ég heiti Vilhjálmur.

Ţetta var náttúrlega ekki alveg ónýtt fyrir mig, mannfrćđinemann, og viđ áttum ágćtt tal...sem auđvitađ fór allt of fljótt út í kreppuna á Íslandi. Ţá var kominn tími til ađ haska sér, mađur ţarf ekki ađ fara alla leiđ til Gambíu til ađ tala um andskotans kreppuna. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband