Lćrt af hvíta manninum

Gamli bóndinn í MwanzaLILONGWE, MALAVÍ: Ţađ hefur komiđ ánćgjulega á óvart ađ sjá hversu vel Malaví virđist standa ţessa stundina miđađ viđ ástandiđ ţegar ég kom hér síđast fyrir einum 12-13 árum. Ţá blasti viđ manni örvćntingarfull fátćkt hvar sem litiđ var – nú er nćgur matur fyrir alla, fjölmargir ađ byggja sér ný hús og víđa byggingavörumarkađir međfram ţjóđvegum. Vegakerfiđ hefur veriđ stórbćtt, bílum fjölgađ og vćntanleg millistétt ferđast um á reiđhjólum sem er stundum merki um vaxandi velsćld. Fólk virđist stíga léttar til jarđar.

Ţeir eru enda sagđir vinnusamir, Malavímenn, og eru reiđubúnir ađ leggja talsvert á sig til ađ sjá fyrir sér og sínum. Hitti blindan, áttrćđan mann í gćr sem hefur misst tíu af tólf börnum sínum en var samt harla ánćgđur međ lífshlaupiđ.

- Ég vann mikiđ, búskapurinn gekk vel og gat hjálpađ nágrönnum mínum, sagđi hann. - Börnin mín sem komust til fullorđinsára voru dugleg. Ég er ánćgđur međ ţađ.

Stórar myndir af Bingu wa Mutharika forseta áberandi hvar sem fariđ er. Hann hefur stađiđ sig ađ mörgu leyti ágćtlega og hlaut dúndrandi endurkosningu í maí í fyrra. Hann er ţegar farinn ađ hugsa til nćstu kosninga ţótt hann megi ekki bjóđa sig fram aftur – en nú fer hann um landiđ og hvetur fólk til ađ styđja yngri bróđur sinn, Peter.

Varaforsetinn, frú Joyce Banda, sem er ágćtlega menntuđ og reynd kona, hafđi áđur látiđ í ţađ skína ađ hún myndi gjarnan vera í frambođi. Ţađ hefur ekki mćlst vel fyrir í forsetahöllinni, síđur en svo. Nú er hún í ónáđ forsetans og hans manna og fćr hvergi ađ hafa sig í frammi. Bingu forseti líkti forsetaembćttinu viđ reiđhjól á blađamannafundi hér í Lilongwe fyrr í vikunni og sagđi ađ ađeins einn mađur gćti stýrt hjólinu, varaforsetinn sćti bara á bögglaberanum. Ţađ verđur fróđlegt ađ fylgjast međ pólitíkinni hér fram ađ kosningunum 2013.

Á međan ferđast Bingu um heiminn, tók m.a. ţátt í G-20 fundinum í Kóreu á dögunum. Ţingi var frestađ ţegar hann kom heim svo ţingmenn meirihlutans gćtu fariđ út á flugvöll og fagnađ foringja sínum. Í fyrramáliđ er hann sagđur á leiđ til Botswana: vikapiltur hér á gistihúsinu sagđi ađ ţađ gćti fariđ svo ađ ég yrđi vakinn um fjögurleytiđ í nótt, ţví ţá vćri forsetinn á leiđ út á flugvöll og ţađ gćti orđiđ einhver hávađi af bílalestinni sem jafnan fylgdi honum.

- Af hverju eruđ ţiđ međ svona vesen ţótt forsetinn sé ađ fara í flug? spurđi ég.

Hann skellti á lćr sér og hló hátt: - Eeeeh, ţiđ hvítu mennirnir kennduđ okkur ţetta!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband