DV á þakkir skildar

Ef það er rétt hjá Heiðari Má Guðjónssyni, með heimilisfesti í Sviss, að DV hafi komið í veg fyrir að hann fengi að kaupa Sjóvá, er ástæða til að óska DV til hamingju með það og færa blaðinu sérstakar þakkir fyrir. Og það er sömuleiðis ástæða til að þakka Má Guðmundssyni Seðlabankastjóra fyrir að hafa ekki viljað skrifa upp á kaupin.

Nú veit ég náttúrlega ekki frekar en aðrir hvað er sannað af þeim ásökunum sem bornar eru á Heiðar Má um atlögu að íslensku krónunni og öllu því. En varnir hans í fréttum hafa ekki verið trúverðugar. Þvert á móti. Gorgeirinn í þeim tölvupóstum Heiðars sem birtir hafa verið er með ólíkindum og drottningarviðtöl við hann í blöðum sömuleiðis.

Heiðar Már skilur greinilega ekki að hann hefur ekki trúnað og traust venjulegs fólks. Hann verður að kyngja því, hvort sem honum líkar betur eða verr og hvort sem það er fullkomlega sanngjarnt eða ekki. En sem gamall viðskiptamaður Sjóvár verð ég að segja eins og er: ég kæri mig ekki um svona kalla þar – síst af öllu eftir hvernig aðrir svipaðir kónar fóru með félagið. Heiðar Már hlýtur að geta fundið sér eitthvað annað að „fjárfesta“ í. Kannski í útlöndum?

En nú verð ég að hætta í bili: ég þarf að fara að vinna svo ég geti borgað minn hlut af skattpeningunum sem verið er að setja í endurreisn Sjóvár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála Ómar, þessi drengur er braskaraandskoti svo ég bregði fyrir mig frummálinu. Hann hefur ekkert skapað og ekkert starfað, bara braskað og leikið sér eins og hinir ruglukollarnir.

Svo er hann hrein kókaíntýpa í viðskiptum en ég veit samt ekki hvort hann notar slíkt. Ég veit hisvegar alveg úr hvaða jarðvegi hann er kominn og hverjir hans leikfélagar voru. Þekki svona yfirborðsdindla úr mílufjarlægð.

Að láta svona  töffaratypu fá tryggingafélag er álíka gáfulegt og að leyfa Guðmundi að endurreisa Birgið.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband