Ótrúlegt klúður

Kjörstjórn Þjóðkirkjunnar hefur sem betur fer sagt af sér og þar með gert það eina rétta í kjölfar ákvörðunar um að endurtaka þurfi kosningu vígslubiskups.

Það er í rauninni alveg stórundarlegt að kjörstjórninni hafi tekist að klúðra kosningunni með því að telja með atkvæði sem sannanlega voru sent of seint af stað. Og enn óskiljanlegra í ljósi nýliðinnar kosningasögu.

Hvað getur verið svona flókið við að fara eftir reglunum? Í þessu tilviki voru þær einfaldar og skýrar – atkvæði átti að senda af stað fyrir ákveðinn tíma, þau sem voru póstlögð eftir þann tíma voru einfaldlega ógild.

Í gegnum árin gortaði ég of af því við útlendinga að Íslendingar væru ákveðnir skipulagðir og væru ekki að láta einfalda hluti vefjast fyrir sér – við værum þaulvön lýðræðislegum kosningum og að þær gengju alltaf snuðrulaust fyrir sig.

Nú virðist varla vera hægt að kjósa í íslenska skemmtinefnd án þess að allt fari í vaskinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll Ómar,ég skil ekki hvernig þetta fólk komst í kjörstjórn kirkjunnar, þvíllíkt klúður,

Hvað fékk liðið í laun?

Bernharð Hjaltalín, 27.4.2011 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband