Móðgaður 50 sinnum!
30.4.2011 | 20:59
Vincent Tchenguiz, skuldunautur og stórbíssnissmaður í London, segir nú frá því í Noregi að Kaupþingsmenn (sem hann virðist hafa féflett stórkostlega og öfugt) hafi verið svo miklir plebbar að þeir hafi farið með helstu viðskiptavini sína á strippbúllu í London.
Ég skil þessi ummæli Tchenguiz svo að honum hafi mislíkað svona framkoma - að vera dreginn á strippbúllu á meðan fínu bankarnir fóru með sína kúnna á raffíneraða veitingastaði í Mayfair.
Ekki nóg með það: honum mislíkaði þetta stórkostlega fimmtíu sinnum!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.