Meira, meira

Ekki verður hjá því komist að dásama Hörpuna. Við Dagmar vorum svo lánsöm í gærkvöld að komast þar á konsert Sinfóníunnar. Hvílík dýrðar veisla sem það var. Það er fátt sem ég veit um klassíska tónlist og sinfóníuhljómsveitir – en eftir þetta vil ég vita og heyra meira. Miklu meira.

En ég þykist vita hvenær sándar vel og hvenær ekki – og í Eldborgarsalnum í Hörpu sándar ótrúlega vel. Það er heldur ekki oft sem ég fæ gæsahúð af hrifningu en það gerðist hvað eftir annað í gærkvöld.

Fólkið sem gerði þetta sómahús að veruleika á mikið hrós skilið og þakkir. Vigdís, Ashkenazy og allir hinir – og svo Katrín Jakobsdóttir fyrir að hafa ákveðið að halda byggingunni áfram þegar allt hrundi og séð til þess að við eigum nú glæsilegt tónlistarhús en ekki bara ömurlega hálfkaraða byggingu.

Jú, og svo þarf náttúrlega að þakka öllum útlendingunum sem höfðu lánað hingað stórfé til að byggja þetta hús - og hafa nú tapað hverri krónu. Þröstur Ólafsson, fyrrum framkvæmdastjóri Sinfóníunnar, giskaði á það í blaðagrein í gær að það fé hefði dekkað um 40% af byggingarkostnaðinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr

Óskar Þorkelsson, 7.5.2011 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband