Burt með þetta fólk!
22.8.2011 | 16:14
Maður verður að vona að ekkert gruggugt hafi verið að baki þeirri ákvörðun að gera óuppsegjanlegan húsaleigusamning fyrir landlæknisembættið. Ég skil raunar ekki hvernig svoleiðis má gerast en maður skilur ekki allt.
Ekki gengur mér betur að skilja hvernig fulltrúar sveitarfélaga geta glaðir skrifað undir samning um stórhækkuð útgjöld og kostnað án þess að hafa minnstu hugmynd um hvaða skuldbindingar þeir eru að leggja á okkur hin. Hér er vísað til nýs kjarasamnings leikskólakennara (sem virtust hafa sovéskt fylgi við kröfur sínar).
Nú viðurkenna launanefndarmenn sveitarfélaganna að þeir hafi ekki grænan grun um hvað samningurinn muni kosta.
Hvaða aulagangur er þetta eiginlega? Hvernig dirfist þetta lið að gera samninga án þess að vita hvað verið er að skrifa undir? Þetta eru okkar peningar peningar venjulegs fólks sem nú sleppur ekki inn í matvöruverslun fyrir minna en tíu þúsund kall!
Voru ekki samningar við leikskólakennara búnir að vera lausir í marga mánuði? Hvað getur verið svona erfitt við að láta reikna út hvað hvert prósentustig þýðir í launakostnaði? Var kannski ekki tími til þess?
Þetta tekur náttúrlega engu tali. Burt með þetta fólk!
Athugasemdir
Það má nú eiginlega skrifa undir flest af þessu hjá þér nema hvað þessi húsaleigusamningur er bara eins og hver annar tímabundin samningur. Hinsvegar virðist leigan samkvæmt honum vera nokkuð rífleg svo ekki sé meira sagt ef tölur sem birst hafa hér á blogginu eru réttar eða 85% yfir gangverði.
Landfari, 22.8.2011 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.