Gítarhetjan stígur loks á sviđ
30.8.2011 | 20:07
Ţađ er magnađur tónlistarviđburđur í uppsiglingu: gítarhetjan Björgvin Gíslason ćtlar ađ fagna sextugsafmćli sínu um helgina međ tónleikum á Akureyri og í Reykjavík og senda frá sér um leiđ ţrefalt afmćlisalbúm međ sólóplötum sínum í nýjum búningi.
Björgvin hefur allt of lítiđ spilađ opinberlega á undanförnum árum ađ minnsta kosti svo ađ ţess sé getiđ. Ég hef lengi vitađ ađ hann er mestur allra íslenskra gítarista fyrr og síđar og ţeim mun meiri ástćđa er til ađ gleđjast yfir vćntanlegum konsertum og afmćlisútgáfunni. Hann hefur veriđ tregur til ađ spila enda ţungt haldinn af veiđidellu og önnum kafinn viđ ađ kenna öđrum gítartöfrana.
Viđ vorum saman í Indlandi í fyrrasumar og duttum inn í hljóđfćraverslun. Ţar sat ungur mađur í kyrtli og spilađi á sítar. Björgvin gerđi sér lítiđ fyrir, tók annan sítar sem ţar var uppá vegg og upphófst eitthvert dýrlegasta sítardjamm sem ég hef orđiđ vitni ađ. Indverjinn sagđi fátt en alltaf breikkađi á honum brosiđ eftir ţví sem á spilamennskuna leiđ og mátti loks ekki á milli sjá hvor ţeirra var heilagri. Myndin hér ađ ofan var tekin viđ Taj Mahal í ţessari sömu ferđ.
Ţađ verđa engir aukvisar međ gítarkónginum á konsertunum um helgina: krónprinsinn Guđmundur Pétursson á gítar, Ásgeir Óskarsson á trommur, Haraldur Ţorsteinsson á bassa, Jón Ólafsson á píanó og Hjörleifur Valsson á fiđlu. Björn Jörundur ţenur raddböndin og einhverjir fleiri munu koma fram.
Annars er allt um ţetta á heimasíđu afmćlisdrengsins sjálfs: www.bjorgvingislason.com
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.