Hví þetta fleipur?

Það er hárrétt hjá Lilju Mósesdóttur þingmanni að röksemdafærsla forseta lýðveldisins um hugsanleg jarðakaup Huang Nabos á Íslandi er býsna sérkennileg.

Ólafur lætur eins og EES samningurinn skipti engu máli í þessu sambandi - að meðhöndla eigi óskir Kínverja eins og Evrópubúa þegar kemur að jarðakaupum. Auðvitað er það ekki svo: við erum fyrir löngu búin að ákveða að vera í félagi með Evrópu og leyfa Evrópumönnum að fjárfesta hér á sama hátt og okkur er heimilt að fjárfesta hjá þeim. Kína er ekki í Evrópu...bara svo að því sé haldið til haga. 

EES samningurinn byggir á gagnkvæmni og það felur í sér að það gilda aðrar reglur um Evrópumenn en aðra þegar kemur að fjárfestingum á Íslandi (eins og í öðrum Evrópulöndum).

Þetta hlýtur forseti lýðveldisins að vita. Hvers vegna fer hann þá með svona fleipur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Honum finnst bara að það eigi að vera svona.

Hann var aldrei hrifinn af EES samningnum, hafði allt á hornum sér því viðvíkjadi, en vildi samstarf við asíuríki ss. Kína og Indland. Hann var allaf sérstakur áhugamaður um samstarf við asíuríki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.9.2011 kl. 22:46

2 identicon

Sæll Ómar - Ómar Bjarki; og aðrir gestir, hér á síðu !

Ykkur nöfnum til upplýsingar; er EES gjörningurinn ÓMARKTÆKT og ÓLÖGLEGT plagg, sem logið var inn á Íslendinga, Veturinn; 1992 - 1993, með hjálp Vigdísar nokkurrar Finnbogadóttur; 1/2 Gyðju nokkurra þræls lundaðra samlanda, á fölskum forsendum.

Hún neitaði okkur; um þjóðaratkvæðið - og mun ég aldrei fyrirgefa þessarri kerlingu það, svo fram komi.

Atburðarás undanfarinna daga; sýnir okkur glögglega, þá kynþátta hyggju sem blundar með mörgum hérlendis, eins og talað er - sem skrifað, í garð Kínverja, piltar.

Bleiknefjaðir; mjónefjaðir og grá/bláeygðir Evrópumenn, eru víst einhvers konar 1. klassa, í veröldinni, eða er ekki svo ?

Með kveðjum ágætum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 22:57

3 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Eins og ég hef áður nefnt ætlast ég til að fólk viðhafi mannasiði á þessari síðu. Nú loka ég á Óskar Helga Helgason.

Ómar Valdimarsson, 4.9.2011 kl. 00:39

4 Smámynd: Sigurður Helgi Ármannsson

firirgefdu mer Omar eg get bara ekki sed kvar Óskar Helgi Helgason  var donalegur

Sigurður Helgi Ármannsson, 4.9.2011 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband