Sama þrasið

Það var sama þrasið á þinginu í kvöld, sama þrasið og venjulega. Mikið óskaplega er þetta orðið leiðinlegt. Ekki undarlegt að maður sé með hausverk og leiða.

En þegar leiðinn er sem mestur og hausverkurinn verstur, þá neyði ég mig til að rifja upp hvers vegna við erum í þessari skítastöðu sem við erum í og hverjir komu okkur í hana. Það voru þeir sömu sem nú berjast um á hæl og hnakka gegn öllum framfaraskrefum. 

Stefán Jón Hafstein greinir þetta betur en margir aðrir í nýrri grein í Tímariti Máls og menningar. Mæli eindregið með þeirri lesningu. Fyrir þá sem ekki nenna að ná sér í TMM má benda á þennan hlekk þar sem Stefán ræddi við Jón Orm Halldórsson og Ævar Kjartansson í útvarpsþættinum Landið sem rís fyrir rúmri viku síðan.

Það er raunar þáttur sem alltaf er þess virði að fylgjast með - þar halda Jón Ormur og Ævar uppi óvenju skynsamlegri umræðu um það sem skiptir máli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband