Stóra systir er krípí

Það var ágætlega hugsað til að vekja athygli hvernig konurnar í „Stóru systur“ kynntu herferð sína gegn vændiskaupendum í gær.

En er ekki eitthvað heldur „krípí“ við að hópur fólks komi fram dulbúinn og veifi nöfnum, símanúmerum og netföngum annars hóps sem á að vera sekur um einhvern djöfuldóm?

Minnir aðeins á þessa grímuklæddu sem ævinlega eru fremstir í flokki þegar grýta þarf fólk og hús í nafni frelsis og lýðræðis.

Víst eru vændiskaup ólögleg og allt gott um það að segja. En þessi aðferð hugnast mér ekki – ef baráttan er í góðs þágu, því þá dularklæðin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála. Mér datt í hug ku klux klan.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.10.2011 kl. 02:18

2 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Kannski óttast þær að fá ekki góða vinnu, eða þær óttast að missa vinnuna ef andlitin sjást?
Hvað haldið þið karlmenn? Gæti það verið að konur þori ekki að berjast opinberlega af ótta við að kerfið refsi þeim?

Margrét Sigurðardóttir, 19.10.2011 kl. 07:33

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég held nú varla að þær óttist "kerfið", en kannski einhvern þeirra manna sem þær höfðu skráð niður, ef nöfnin verða birt?

Skeggi Skaftason, 19.10.2011 kl. 09:03

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Vændiskaup eru viðbjóðsleg. En mér finnst þú vera frekar frökk, Margrét að koma með svona aðdróttanir á atvinnurekendur, og aðra menn eins og karlmenn stundi þessa iðju almennt. Það mætti líka til dæmis setja lög um bann við að konur bjóði svona þjónustu eins og við heirðum í fréttum í gær, en ekki bara banna kaup á henni,.Það þarf að taka þessi mál fastari tökum, það er ekki spurning.!!

Eyjólfur G Svavarsson, 19.10.2011 kl. 12:10

5 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Einmitt Ejólfur!

 Hvernig þætti það að ríkið mætti selja brennivín löglega í sínum vínbúðum, en fyrir utan biði löggan og handtæki og ákærði umsvifalaust þá sem voguðu sér að kaupa?

Þetta nær engri átt. auðvitað verður að vera þá jafnólöglegt að falbjóða sig!

Kristján H Theódórsson, 19.10.2011 kl. 12:32

6 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Eyjólfur átti það að vera!

Kristján H Theódórsson, 19.10.2011 kl. 12:33

7 identicon

Það gengur ekki að gera vændissölu refsiverða. Þá gæti einhver kona brotið lögin og það er ekki pólitísk rétthugsun. Karlar eru glæpamennirnir alltaf og konur saklaus fórnarlömb sem hafa ekkert um stöðu sína að segja eða gera.

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 18:31

8 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Ekki að ég ætli að fara í miklar umræður við fólk sem lítur hér inn - en ég heyrði í kvöld skemmtilega kvikindislegan útúrsnúning á "Stóru systur": fasystur. Þetta gæti verið ættað af fésbókinni, um það veit ég ekki enda ekki þar.

Ómar Valdimarsson, 20.10.2011 kl. 21:27

9 Smámynd: Ómar R. Valdimarsson

"As soon as men decide that all means are permitted to fight an evil, then their good becomes indistinguishable from the evil that they set out to destroy."

Christopher Dawson

Ómar R. Valdimarsson, 22.10.2011 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband