Frekar heimspeking en fleiri hagfræðinga

Það hefur verið talsvert um góðar fréttir undanfarna daga. Besta fréttin er um að Amal Tamimi sé sest á þing. Mikill og merkilegur áfangi á vegferðinni til raunverulegs fjölmenningarsamfélags að manneskja af svo ólíkum uppruna sé sest á sjálft Alþingi Íslendinga. Amal er dugmikil kona og til alls góðs vís.

Önnur góð frétt var um tillögu Hreyfingarinnar á þingi um að hefja heimspekikennslu ungra barna. Litlir krakkar sem fá smjörþef af heimspekiþekkingu eru líklegri til að þroska með sér gagnrýna hugsun sem ekki er of mikið af.

Og það var mjög góð frétt sem barst úr Héraðsdómi Reykjaness í morgun um að Svavar Halldórsson fréttamaður á RÚV hefði verið sýknaður af meiðyrðakæru Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Það er komið nóg af dómum yfir blaðamönnum. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómara hnykkja skyldu blaðamanna á til að „standa vörð um og halda leynd yfir heimildum og heimildarmönnum,“ og þá var ekki síður þessi hluti dómsniðurstöðunnar athyglisverður:

„Fréttir um stefnanda (þ.e. JÁJ) hafa því oftar en ekki snúið að hans hlutverki í bankahruninu en eftir hrun íslensku bankanna haustið 2008 hafa fjölmiðlar verið undirlagðir fréttum um bankahrunið og kreppuna, orsakir hennar og tengd atriði. Gerðar hafa verið kröfur til fjölmiða að þeir miðli öllu efni sem varðað geti almenning, sér í lagi þegar efnið er til þess fallið að varpa ljósi á þætti sem varðar aðila sem gengt hafi lykilhlutverki í íslensku efnahagslífi. Í ljósi þeirra aðstæðna sem sköpuðust eftir bankahrunið verður stefnandi að þola nærgöngula umræðu um verk sín og þátttöku sína í viðskipalífinu.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband