Fjórfalt húrra fyrir hrun

Hún var mögnuð, heimildamyndin um Thorsarana eftir Ullu Boje Rasmussen, sem Ríkissjónvarpið sýndi í kvöld. Ekki bara áhugaverð um Thor Jensen sjálfan heldur líka glettilega skarpskyggn um aðdraganda hrunsins með orðum einnar höfuðpersónunnar.

Sennilega hefði Íslendingur aldrei getað gert þessa mynd, ekki komist upp með það.

En það sem situr eftir er sú ónotalega tilfinning að Björgólfsfeðgar hafi farið nákvæmlega eftir þrautreyndri fjölskylduuppskrift: notað ríkulegan sjarma til að nota peninga annars fólks til að fara á hausinn hvað eftir annað. Og standa keikir eftir í sparifötunum eins og ekkert hafi í skorist.

Mynd Ullu Boje Rasmussen gerði líka annað sem ekki má gleyma: sýndi glögglega hverjir það voru sem hrópuðu hæst og mest húrra fyrir loddurunum - og bjuggu í haginn fyrir þá. Og það sem á eftir hefur komið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Sannarlega ónotaleg upprifjun fyrir suma! Og ekki bara fyrir þá sem greiddu götu útrásarinnar og/eða hrópuðu húrra fyrir völdum einstaklingum ú þeirra hópi. (Held að ekki hefði verið húrrað yfir Glitni og Kaupþingi!)

Hóf nám til MBA gráðu haustið 2006 og allan tímann fram að útskrift vorið 2008 vorum við með stjörnur í augunum yfir snilld nýju athafnamannanna. Það átti bæði við um nemendurna og prófessorana.

"Hindsight is always 20/20" er góð lýsing á told-you-so liðinu sem vissi svo vel árið 2005 og 2006 að þetta var allt í plati, en einhven veginn kunni ekki við að láta vita af því

Flosi Kristjánsson, 21.11.2011 kl. 15:06

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það var eins og blaut tuska framan í þá sem sitja eftir með skuldir þessa fólks og annara að sjá glansmyndina !!

Erla Magna Alexandersdóttir, 21.11.2011 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband