Refsað fyrir vel unnið verk

Ah, gat verið. Þorvaldur Gylfason náttúrlega búinn að segja það sem ég var að hugsa. Sjáið hér: Þeir óttast FME.

Það skiptir máli nú sem aldrei fyrr að átta sig á samhengi hlutanna. Þorvaldur gerir það að jafnaði og er miklu fljótari að hugsa en ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það væri athyglisvert að sjá hverjir það eru sem vilja reyta æruna af forstjóra Fjármálaeftirlitsins.

Sé málið svo vaxið sem Þorvaldur Gylfason segir, þá hafa til þess bærir aðilar kippt í spotta til að skapa óróa í umræðunni og hræða stjórnmálamennina til að stofna til rannsókna eina ferðina til.

Þó er rétt að hafa það í huga að stundum fer svona hatursherferð af stað til að klekkja á þeim sem er talinn tilheyra röngum stjórnmálahópi, sbr. forstjóri Sjúkratrygginga á sínum tíma, nú eða ríkislögreglustjóri.

Getur verið að þeir sem Sigurður Guðjónsson talar fyrir þurfi að koma sínum manni að í embætti, án tillits til þeirra mála sem FME hefur sent frá sér?

Flosi Kristjánsson, 23.11.2011 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband