Staðreyndirnar um landflóttann
15.12.2011 | 16:00
Mér var nóg boðið í vikunni þegar forsætisráðherra og forstöðmanni hagdeildar samtaka atvinnurekenda bar ekki saman um fjölda brottfluttra Íslendinga. Hvernig er hægt að halda uppi vitrænni samræðu í landi þar sem svona einfaldir hlutir geta orðið ágreiningsefni?
Bæði eru þau glögg, Jóhanna forsætis og Hannes hagfræðingur, svo greinilega var eitthvað að í þessu.
Ég settist því yfir tölur Hagstofunnar. Niðurstaðan er sú, að hvorugt hafði rétt fyrir sér. Það er ekki rétt hjá Jóhönnu að brottflutningurinn sé að dvína og það var ekki rétt hjá Hannesi að það stefndi í að 2011 yrði næst mesta brottflutningsárið í Íslandssögunni. Það er hins vegar rétt hjá Jóhönnu að miðað við heildarmannfjöldann eru tölurnar smávægilegar og því út í hött að bera brottflutning fólks nú saman við Ameríkuferðirnar í lok 19. aldar þegar allt að fjórðungur þjóðarinnar gafst upp á harðindunum og baslinu í íslensku sveitunum.
Staðreyndirnar eru þessar:
- Það stefnir í að í ár flytji alls 7.640 manns úr landi en 5.787 flytji til landsins. Munurinn er 1.853 sálir og 2011 lendir því í þriðja sæti frá 2001. Þetta er nettóhreyfing á 0,58% mannfjöldans.
- Metið var sett 2009 þegar brottfluttir umfram aðflutta voru 4.835; 10.612 fluttu úr landi en aðfluttir 5.777. Nettóhreyfing upp á 1,51%.
- Í fyrra (2010) fluttu 7.759 úr landi en 5.625 til landsins, munurinn var 2.134 sálir. Nettóhreyfing á 0.67% heildar íbúafjöldans.
- Í meðfylgjandi töflu er þessu skipt upp á milli íslenskra og erlendra ríkisborgara.
Auðvitað skiptir engu sérstöku máli hvort met var slegið þetta árið eða hitt. Mér finnst raunar ekki skipta neinu meginmáli hvort fólk kemur eða fer, það er náttúra fólks að vera þar sem því líður vel og getur séð um sig og sína.
Svo gerði ég meðaltalssamanburð á að- og brottflutningi 2001-2011. Að meðaltali hafa 3.273 íslenskir ríkisborgarar flutt til landsins árlega á þessu tímabili, en 3.587 flutt úr landi (og þar með eru taldir námsmenn og þeir sem fara til vinnu um lengri eða skemmri tíma). Það er meðaltalsfækkun upp á 314 manns. Á sama tímabili hafa að meðaltali flutt hingað 4.315 erlendis ríkisborgarar hvert ár en 2.612 flust á brott, meðaltalsfjölgun upp á 2.003.
Á áratugnum fluttust 31.300 íslenskir ríkisborgarar til landsins en liðlega 40.200 fluttust á brott. Það er höfðatölufækkun upp á 8.900. Á sama tíma fluttust til landsins liðlega 43 þúsund erlendir ríkisborgarar en liðlega 26 þúsund fluttust á brott. Það er nettó höfðatölufjölgun upp á 17 þúsund manns.
Það er sem sé nettó framlag umheimsins til fjölmenningarsamfélagsins hér, sautján þúsund manns, en framlag okkar til fjölmenningar utan landsteinanna er 8.900. Allt jafnast þetta út á endanum.
Athugasemdir
Til umræðu eru bæði atriði er varða hreina fólksfækkun eða -fjölgun. Hitt er svo mjög viðkvæmt mál hvort það fólk sem kemur til landsins og verður hugsanlega á endanum íslenskir ríkisborgarara, skuli telja sem mótvægi gegn þeim sem fóru.
Í Mogganum hinn 15. desember er grínmynd (og skal túlkast einmitt sem grínmynd) þar sem birt er stórkarlaleg mynd af því sem er að gerast.
Spurningin er ekki hvort við erum að fá inn úrhrökin af nýju Euro-ríkjunum meðan íslenskt hæfileikafólk flyst út.
67% af afkomendum mínum eru í útlöndum um þessar mundir við sérfræðistörf. Lífskjör á Íslandi eru með þeim hætti um þessar mundir, að heimflutningur er ekki fýsilegur, því miður!
Flosi Kristjánsson, 15.12.2011 kl. 16:58
Fyrir örþjóð skiptir miklu máli hver samsetning vinnuaflsins er. Ef sérhæfða vinnuaflið sem þjóðin hefur kostað til mennta flýr land, s.s. læknar og tæknifólk, hverju erum við þá bættari með því að fá í staðinn 2svar sinnum höfðatölu þess í formi ómenntaðs vinnuafls frá A-Evrópu? Reyndar mætti segja að það sé ákaflega einhæf "fjöl"menning.
Við getum alveg skúrað gólfin okkar sjálf. Og skipt um perur. En við getum ekki læknað okkur sjálf eða skaffað rafmagnið til peranna.
Kolbrún Hilmars, 15.12.2011 kl. 17:30
Það er ekki svo fjarlægt að bera saman þjóðflutningana til Vesturheims við þá þjóðflutninga sem nú standa yfir.
Flutningar vestur hófust á áttunda áratug 19. aldar og stóðu fram yfir fyrsta áratug 20. aldarinnar. Að vísu fóru hópar út bæði fyrir og eftir þann tíma, en þetta er talið aðal tímabilið. Á þessum ca. 30 árum er skráð um 14 - 15.000 manns, en talið að allt að 20.000 manns hafi farið vestur um haf, jafnvel fleiri. Það gerir nálægt 2 persónum á dag að meðaltali. Skráning var af skornum skammti og sem dæmi fann ég fyrir ári síðan afkomendur átta systkyna sem fóru vestur, en engar heimildir eru til um að það fólk hafi farið vestur, hér heima.
Nú flytja úr landi umfram þá sem flytja til landsins tæplega 6 einstaklingar á dag.
2 persónur um aldamótin 1900 er sennilega álíka stór hluti þjóðarinnar og 6 persónur nú.
Þjóðflutningarnir nú munu vonandi þó ekki vara eins lengi og þá, þannig að heildarfjöldi verður vonandi minni. Í þá daga var nánast útilokað að koma heim aftur, þeir sem fluttu úr landi tóku í flestum tilfellum ákvörðun um varanlega brottför af landinu.
Ekki hef ég reiknað út brottflutniginn í prósentur, á árunum sem Vesturflutningarnir stóðu yfir, enda gögn frekar takmörkuð. Á þeim tíma voru Íslendingar nálægt 75.000 talsins, skráður fjöldi þeirra sem fluttu út er á milli 14 og 15.000, sá fjöldi var þó meiri. Mjög misjafnt var hversu margir fluttu hvert ár á þessu tímabili, en fjöldinn náði þó ekki yfir 1.000 manns nema fjórum sinnum. Að meðaltali fluttu út 475 manns á ári samkvæmt skráningum en líklegra er þó að meðal fjöldinn hafi verið um 660 manns á ári.
Það er því ljóst að þjóðflutningarnir nú eru síst minni en þá, en vonandi munu þeir stand styttra yfir og vissulega eru möguleikar fólks á heimkomu betri nú en þá.
Það sem þó skiptir mestu máli er að skoða rót þess að fólk kýs að flýja land. Undir lok 19. aldar og í upphafi þeirrar tuttugust, voru ástæðurnar einkum að náttúrulegum orsökum, harðæri, eldgos, og fleiri hamfarir.
Nú flýr fólk land vegna mannlegra hamfara, fyrst var peningum þjóðarinnar sóað af misvitrum bankamönnum og síðan fara stjórnvöld hamförum við að pína almenning!!
Gunnar Heiðarsson, 15.12.2011 kl. 17:56
Gunnar, þú ert sennilega enn verri í reikningi en ég. Ef Íslendingar voru 75 þúsund um aldamótin 1900 en 330 þúsund nú, þá eru tvær manneskjur í þá daga engan veginn jafn stórt hlutfall og sex eru í dag. Hlutfallslega eru því "þjóðflutningarnir" í dag smámunir á við þjóðflutningana þá.
Ómar Valdimarsson, 15.12.2011 kl. 20:16
Ég hef engin gögn til að reikna út hlutföll í þessu máli en ljóst er að það eru ólíkar ástæður fyrir því að fólk hrekst af landinu núna og þá.
Á þeim tíma var Ísland undir erlendu valdi og þess vegna hafði landanum ekki tekist að halda í við þróun annarstaðar á vesturlöndum. Íslenskir embættismenn, hvort sem það voru kaupmenn, sýslumenn eða prestar voru gæslumen hins erlenda valds.
Nú hinsvegar höfum við ríkisstjórn sem ætlar að koma okkur aftur undir erlent vald og veit að það er auðveldast að gera með því að drepa allt í dróma og hrekja á brott hættulegustu andstæðinganna.
Takist Jógrímu þetta ætlunarverk sitt þá verður borgara styrjöld á íslandi, þér Ómar og trúarsöfnuði þínum væntanlega til mikillar hamingju.
Hrólfur Þ Hraundal, 15.12.2011 kl. 23:45
Ómar. Ég tók eftir einni villu hjá þér.
Ég tók saman árin 2001-2210, semsagt frá 1. jan. 2001 til lok ársins 2010.
Brottfluttir íslendingar umfram aðflutta eru á 10 árum, 7518.
752 íslendingar flytja úr landi að meðaltali, ekki 314.
" " " " "Aðfluttir umfram brottflutta"
" " " " "Íslenskir ríkisborgarar"
" " " " "Alls"
"Alls"
" " "2001" -472
" " "2002" -1020
" " "2003" -613
" " "2004" -438
" " "2005" 118
" " "2006" -280
" " "2007" -167
" " "2008" -477
" " "2009" -2466
" " "2010" -1703
" " "Alls" -7518
" " " " " " "Erlendir ríkisborgarar"
" " " " " " "Aðfluttir umfram brottflutta"
"Alls"
" " "Alls"
" " " " "2001" 1440
" " " " "2002" 745
" " " " "2003" 480
" " " " "2004" 968
" " " " "2005" 3742
" " " " "2006" 5535
" " " " "2007" 5299
" " " " "2008" 1621
" " " " "2009" -2369
" " " " "2010" -431
" " " " "Alls" 17030
Og Noregur;
" " " " "Aðfluttir umfram brottflutta"
" " " " "Íslenskir ríkisborgarar"
" " " " "Alls"
"Noregur"
" " "2000" 92
" " "2001" -43
" " "2002" -191
" " "2003" 80
" " "2004" 149
" " "2005" 171
" " "2006" 47
" " "2007" -31
" " "2008" -91
" " "2009" -1216
" " "2010" -937
" " "Alls" -1970
Benedikt Halldórsson, 16.12.2011 kl. 07:10
" " " " "Brottfluttir"
" " " " "Íslenskir ríkisborgarar"
" " " " "Alls"
"Alls"
" " "2000" 2679
" " "2001" 2959
" " "2002" 3380
" " "2003" 2964
" " "2004" 3276
" " "2005" 2975
" " "2006" 3042
" " "2007" 3395
" " "2008" 3294
" " "2009" 4851
" " "2010" 4340
" " "Alls" 37155
" " " " "Aðfluttir"
" " " " "Íslenskir ríkisborgarar"
" " " " "Alls"
"Alls"
" " "2000" 2741
" " "2001" 2487
" " "2002" 2360
" " "2003" 2351
" " "2004" 2838
" " "2005" 3093
" " "2006" 2762
" " "2007" 3228
" " "2008" 2817
" " "2009" 2385
" " "2010" 2637
" " "Alls" 29699
Benedikt Halldórsson, 16.12.2011 kl. 07:39
Heimild Hagstofa Íslands
Benedikt Halldórsson, 16.12.2011 kl. 07:42
Takk fyrir þetta, Benedikt. Minn feill, ekki Hagstofunnar.
Ómar Valdimarsson, 16.12.2011 kl. 11:43
Eins og ég tók fram í athugasemd minni Ómar, þá er erfitt að reikna þetta sannanlega út. Það er vitað að fleiri fóru út en skráningar segja til um. Ég kaus að nota þá tölu sem talin er nærri þeim fjölda sem flutti vestur, um 20.000 mans. Ef hins vegar eru notaðar opinberar tölur, 14.200 manns breytist dæmið töluvert. Þá fer dagsmeðaltalið úr 2 niður í 1,3. Ef sú tala er notuð er hlutfallið orðið nánast það sama og nú.
En eins og ég sagði í upphafi, þá er nánast útilokað að reikna þetta endanlega út vegna skorts á gögnum, enda er þessi samanburður í alla staði óraunhæfur. Ástæður að baki flutninga fólks úr landi skipta meira máli, hvort það er vegna nátturuhamfara eða af manna völdum. Um það ætti umræðan að vera.
Það er alvarlegt mál þegar sú staða er komin upp að þúsundir fólks ákveður að yfirgefa landið. Þegar á einungis þrem árum hafa um eða yfir 6.000 manns valið þá leið að yfirgefa landið.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar bjuggu rúmlega 318.000 manns á landinu þann 1. jan. síðastliðinn. Það liggur því nærri að fjöldi þeirra sem fóru, umfram fjölda þeirra sem til landsins fluttu, síðust þrjú ár, sé nærri 2%.
Að halda því fram að það sé ekki mikill fjöldi er auðvitað vitfyrring. Þá er ljóst að stór hluti þeirra sem flýja landið er fólkið sem við síst megum við að missa.
Það er sama hvernig þú reynir Ómar, þú getur ekki réttlætt orð forsætisráðherra, ekki með nokkru móti.
Gunnar Heiðarsson, 16.12.2011 kl. 13:53
Þá er gaman að velta þessum töflum sem Benedikt setti hér inn.
Samkvæmt þeim er meðalfjöldi brottfluttra umfram aðflutta árin 2001 - 2010 um 752. Inn í þessu meðaltali eru árin 2009 og 2010, þegar yfir 4.000 manns yfirgáfu landið umfram þá sem fluttu hingað.
Þetta ár stefnir í að fjöldi brottfluttra umfram aðflutta verði nálægt 1.800 manns. Sú tala er langt fyrir ofan meðaltal síðustu tíu ára þar á undan.
Við getum öll verið sammála um að árin frá hruni geti ekki kallast eðlilegt árferði, ekki í neinum skilningi, ekki heldur er varðar flótta fólks frá landinu.
Því er fróðlegt að taka meðaltal brottfuttra umfram aðflutta frá aldamótum og fram að hruni. Það meðaltal hljóðar upp á 418 manns á ári. 1.800 manns er enn lengra frá þeirri tölu!
Gunnar Heiðarsson, 16.12.2011 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.