Gott að fólk fari

Er nokkur ástæða til að hafa miklar áhyggjur af því þótt fólk flytji til Noregs? Er ekki bara hið besta mál að fólk flytji þangað sem það telur sig getað lifað betra lífi? Ég vil fagna því frekar en hitt.

Margir Noregsfaranna munu koma heim á ný, einhverntíma seinna (ef þeir kæra sig um), víðsýnni og ríkari að reynslu og þekkingu eftir að hafa búið annars staðar og kynnst öðrum siðum og venjum. Það hefur alltaf verið gott fyrir Íslendinga að skoða nýjan sjóndeildarhring: til skamms tíma voru flestir okkar sérfræðingar (á hvaða sviði sem var) menntaðir í útlöndum og komu svo heim með þekkingu og reynslu sem við þurftum á að halda.

Sjálfur efast ég ekki um að það gerði mér og mínu fólki afar gott að búa í útlöndum um hríð. Krakkarnir mínir hafa allir unnið og/eða lesið í útlöndum og eru víðsýnni og umburðarlyndari manneskjur fyrir bragðið.

Ef ég man rétt eru um 50 þúsund Íslendingar nú þegar búsettir í útlöndum – farnir löngu fyrir hrun? Landið sekkur ekki í sæ þótt sex þúsund til viðbótar fari. Það er ekki eins og þeir þurrkist út af yfirborði jarðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er nú málið, þetta fólk er fæst að koma hingað aftur, ekki eftir að það sér að það hefur það betra þarna úti.  Svo er þetta flest ungt fólk.  Eldra liðið verður eftir hér heima.  Og fólk með minni menntun.

Þessi flótti er bara góður fyrir þá sem flýja, og Noreg.  Við, við erum að tapa læknum, rafvirkjum og hverskyns fræðingum.

Það fæst ekki svæfingalæknir til eyja vegna þess að þeir eru allir á leið til Noregs.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.12.2011 kl. 21:34

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Skaðinn af fólksflótta er margvíslegur.

Skaðinn sem börn og fullorðnir verða fyrir, vegna þess að verða viðskila við fjölskyldumeðlimi, og tvístrast frá fjölskyldum í mörg ár, verður aldrei reiknaður í krónum og aurum.

Sumt verður aldrei bætt með peningum.

Það er ekki það sama að fara til annarra landa af fúsum og frjálsum vilja, og að neyðast til þess vegna ólífvænlegra kjara á Íslandi. Það þekkja þeir sem misst hafa tengsl við sína nánustu af slíkum orsökum. 

Verðmætustu eignir hvers og eins, er fjölskyldan og vinir.

Tengsl og samvera við ættingja og vini eru verðmætust af öllu, sérstaklega fyrir börnin sem eru viðkvæm og brothætt, í þessum hjartalausa hagfræði-heimi, og engu fá að ráða um atburðarrásina.

Tengsla-rof verða ekki unnin upp með peninga-hagnaði, einhver tíma seinna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.12.2011 kl. 23:53

3 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Skemmtilegt innlegg ÓV, sem leiðir hugann að því að oft eru þessi verðmætu "tengsl" ekkert annað en ávísun á spillingu og svínarí. Margt slæmt er gert í skjóli þess að hér og þar sé um "vináttu" og /eða "fjölskyldumál" að ræða. Smæð samfélagsins er kostur sem ber að umgangast með varfærni. Það eru alls ekki allir að fara út í heim vegna peninga. Mikill misskilningur. Það er einmitt kunningjasamfélagið og spillingaöflin sem margir eru að forðast með því að flytja sig um set. Að stilla öllu upp sem væmnum illgirnis sósisalisma er afskaplega leiðigjarnt.

Sigurjón Benediktsson, 13.12.2011 kl. 07:13

4 identicon

Flott hjá þér Sigurjón þú neglir Samspillingar útihátalarann snyritlega.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 11:51

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Án tillits til annarra þátta í pistli þínum, Ómar, þá tek ég undir það sjónarmið að það getur verið mönnum hollt að "vera sigldir", eins og það hét í gamla daga.

Í mínu næsta umhverfi finnast margir sem hafa siglt og sumir komið aftur, aðrir ekki. Systkini og tengdasystkini hafa forframast í útlöndum og sum komið aftur, önnur ílenzt utan landssteinanna.

Það er kannski verra er menn neyðast til að sigla.

Flosi Kristjánsson, 13.12.2011 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband