Fimmfaldur tvískinnungur

Tvískinnungur í fréttaflutningi er stundum ansi stórkostlegur. En sennilega aldrei sem á DV-vefnum í gær.

Um miðnættið var þar að finna fimm eintök af sömu myndinni og fyrirsögninni um hundshræ á floti í höfn á Vestfjörðum – og aðvörun svohljóðandi: „Varað er við myndum sem fylgja þessari frétt.“ Fimm sinnum!

Hvern halda DV-menn að þeir séu að blekkja?

Svo ekki sé nú minnst á það yfirgengilega rugl sem DV, Pressan og Eyjan hafa sýnt af sér undanfarna daga í umfjöllun um meinta nauðgun vöðvatröllsins... 

Pressan virðist raunar hafa fengið rækilega gúmoren á latínu úr ýmsum áttum fyrir sinn þátt í þeim ósóma öllum.

Og fyrst ég er byrjaður: á miðvikudag voru endalausar "fréttir" um það á fréttavefjunum um að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir væri skilin við Samfylkinguna vegna þess að Jón Baldvin ætlaði að halda kúrs um Rannsóknarskýrsluna. Strax um hádegi var Ingibjörg Sólrún búin að útskýra fyrir útvarpinu að þetta væri rangt - en samt héltu kjaftavefirnir áfram án þess að taka fram að um kjaftasögu væri að ræða. 

Er ætlast til að maður taki svona miðla alvarlega? Skítt með þvættinginn á Feisbúkk eða bloggum (eins og þessu) en á ekki að vera óhætt að gera meiri kröfur til DV, Vísis og Pressunnar?

Kannski ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband