Einfaldlega okur

Ég held að það sé ekkert flókið eða undarlegt við það hvað jólasteikin hefur hækkað mikið í verði frá því í fyrra.

Það er eins og önnur matvara sem virðist hækka í verði frá einni búðarferð til annarrar. Ég fer ekki sjálfur mikið í aðrar búðir – en mér heyrist að þar sé sama sagan.

Þetta er ekkert skrítið. Þetta heitir einfaldlega okur.

Eða sýnist ykkur að kaupmannastéttin sé vanhaldin?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Það þarf að opna fyrir frekari innflutning á kjöti. Svona rugl á ekki að vera hægt að bjóða neytendum upp á endalaust!

Allt að 40% hækkun á kjöti á einu ári. Þetta er bilun. En bóndinn fær örfáar krónur í hækkun frá á síðasta ári.

Hver ætli sé að hirða mismuninn?

ThoR-E, 21.12.2011 kl. 22:48

2 Smámynd: Jón Þór Helgason

Hint:

Hagar verða með 50% ávöxtun á eigið fé á árinu.

það eru ein matvörubúð á reykjavíkursvæðinu á hverja 2400 sálir. það er ein um hverja 9000 í svíþjóð.

Síðan þarf að bíða eftir ársuppgjöri SS. 6 mánaða uppgjör sýndi nú ekki mikla aukningu á álagningu...

í mörg ár var innflutt kjöt selt hér á landi með 0% álagningu. það varð til þess að bændur og afurðastöðvar gátu ekki hækkað verð.

núna tíma verslanir ekki að gera þetta en mæta bara í fjölmiðla og væla.

Jón Þór Helgason, 22.12.2011 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband