Gefa skít í mannasiði

Það er óneitanlega svekkjandi hvað margir eru ófúsir eða ófærir um að taka til í sínum ranni eftir hrunið. Maður kemst bara að einni niðurstöðu: til er fólk og stofnanir sem ætla ekki að láta sér segjast.

Matvælastofnun er dæmi þar um. Stofnunin vissi að verið var að dreifa eitruðum áburði á tún sem búfénaður nærist á. Samt var álitið of mikið vesen að stöðva dreifinguna (þótt annað fyrirtæki hefði áður verið stöðvað fyrir sömu sakir; kannski var það ekki í eigu "réttra" aðila) og nú þykjast forráðamenn stofnunarinnar ekki mega veita upplýsingar um mælingar á eiturmagni í áburði sem endar í mjólk og kjöti. Þetta er eftirlitsstofnun sem á að gæta þess að farið sé að lögum og reglum, til þess var hún sett á stofn.

Það kann að vera rétt hjá Ólínu Þorvarðardóttur að það þurfi að setja skýrari reglur en mig grunar þó að svarið sé einfaldara: að það þurfi einfaldlega að fylgja reglum - að stofnunin eigi einfaldlega að gera skyldu sína. Það eru mannasiðir, til þess eru þessir þjónar almennings ráðnir.

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar er annað fyrirbæri sem gefur skít í mannasiði og ræður til sín mann sem er grunaður um fals og svik í tengslum við pappírsviðskipti í aðdraganda hrunsins. Opinberar stofnanir eiga ekki að ráða til sín fólk sem liggur undir grun, meðferð fjármuna almennings á einfaldlega að vera hafin yfir allan grun.

Þetta er ekki flóknara en svo.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar alveg er ég sammála þér. Það er ófært að þeir sem stóðu að hruninu, sitji ennþá  í lykilstöðum. 

Það á líka við þá sem voru í síðustu ríkisstjórn og brugðust þjóðinni.  Þau eiga að yfirgefa Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir var í sérstakri ráðherranefnd um efnahagsmálin og ætti því að fara fyrst. 

Þar sem þú ert nú svo sigldur, starfað í Afríku þar sem siðferðið er nú ekki á háu plani, þá verður þú fyrstur manna að krefjast afsagnar núverandi forsætisráðherra. Ég skal krefjast þess með þér.  Við söfnum jafnvel liði og förum niður á Austurvöll?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband