Ofsagróði Mugisonar

Það er verið að hafa eftir Viðskiptablaðinu að Mugison hafi grætt ríflega 22 milljónir á nýjustu plötunni sinni. Þetta getur ekki passað.

Án þess að ég þekki persónulega til Mugisonar eða hans mála þá þykist ég vita að hann hafi varið drjúgum hluta síðasta árs til að semja efnið og fínpússa, æfa það með öðrum, taka upp og spila konserta til að slípa enn betur. Það hefur sennilega að mestu verið gert án þess að greiðsla kæmi fyrir.

Hann gæti hafa haft 22 milljónir í tekjur af plötunni – en þá á eftir að reikna honum laun fyrir tónsmíðar, æfingar og upptökur, kostnað við upptökur, laun til samstarfsmanna og svo framvegis og svo framvegis.

Ætli bróðurparturinn af sölutekjunum hafi ekki farið til að borga alla þessa vinnu?

En vonandi hefur hann haft gott kaup þegar upp var staðið, hann á það skilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég var einmitt að hugsa það líka hvort það gæti verið að hann hafi verið með 22 milljónir í hreinan hagnað, maður sem spilaði frítt í Hörpunni. Ekki man ég eftir neinum öðrum sem það hefur gert, ekki einu sinni ennþá stærri nöfn en Mugison.

En jafnvel þó þetta sé afraksturinn eftir allan kostnað, er það í fínu lagi. Ef diskarnir hans seljast er þetta hægt, jafnvel á okkar litla landi.

Theódór Norðkvist, 13.1.2012 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband