Munurinnn á réttu og röngu

Sjálfselska og tilætlunarsemi eru hvimleið fyrirbæri. Af hvoru tveggja er þó nóg í henni veröld, ekki síst hér á landi, hefur mér þótt. Orgið yfir snjónum í Reykjavík undanfarna daga er dæmi um það eilífa og ósanngjarna sífur sem einkennir daglega umræðu. Það er nefnilega rétt sem borgarstjórinn sagði: Við búum á Íslandi.

Mér fannst afstaða ungs (og oft skemmtilegs) útvarpsmanns kristalla þennan hugsunarhátt. Samstarfskona hans (sem er líka oft skemmtileg) féll í öngvit í miðri útvarpsútsendingu, hugsanlega vegna ofþreytu. Þá lætur pilturinn hafa eftir sér að hann hefði ítrekað hvatt stúlkuna til að "taka veikindadagana" sína.

Aðstandendur útvarpsmannsins ættu nú að taka hann á hné sér og útskýra fyrir honum muninn á réttu og röngu. Það ætti að segja honum að "veikindadagarnir" séu réttindi sem samtökum launafólks tókst að ná fram með mikilli fyrirhöfn. Þeir voru hugsaðir til þess að tryggja að fólk gæti fengið flensuskot án þess að missa laun. Þeir voru ekki hugsaðir til þess að „taka“ þá til að hvíla sig eða að fara út úr bænum. Enginn "á veikindadaga." Þeir eru ekki aukafrí á fullu kaupi heldur nauðvörn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband