ESB mælir raunverulegan nethraða
11.2.2012 | 15:31
Ég vil vekja athygli á lítilli frétt í prent-Mogganum í dag svohljóðandi:
Framkvæmdastjórn ESB er um þessar mundir að mæla breiðbandshraða í 30 Evrópulöndum, þ.e. aðildarríkjunum 27 auk Króatíu, Noregs og Íslands. Sambandið og samstarfsaðilar leita nú að sjálfboðaliðum á Íslandi til að taka þátt í mælingunni. Til að taka þátt í könnuninni arf að fara á vefsíðuna http://www.samknows.eu/is/ipad og skrá sig þar. Eftir að valið hefur verið úr hópi sjálfboðaliða fá 100 þeirra send mælitæki. Einn úr hópnum fær síðan iPad2 í verðlaun.
Það er rétt að segja frá því að ég á óbeinna hagsmuna að gæta hér - tók að mér að aðstoða samstarfsaðila ESB að vekja athygli á þessu máli sem ég tel vera hagsmunamál neytenda. Miklu meiri hagsmunir eru náttúrlega að fá hlutlausa og faglega mælingu á nethraðanum sem maður kaupir hér. Það er nefnilega þannig að internet-fyrirtækin selja manni "allt að" svo og svo miklum hraða - en svo getur verið allur gangur á hvað maður fær.
Til dæmis má nefna að mælingafyrirtækið (SamKnows) komst að því að í Bretlandi fékk fólk aðeins um helming þess nethraða sem það borgaði fyrir.
Athugasemdir
Rétt er að benda á að ESB gerði kröfu um Símans yrði einkavæddur sem var og gert 2005.
Við stöndum öllum norðurlöndunum langt að baki í dag þegar við eru að tala um nethraða. Einu sinni vorum við í fremstu röð hvað varðar nethraða en mjög ákveðin hnignun hefur átt sér stað eftir einkavæðingu grunnnetsins.
Við njótum þess enn að hægt var að gera ríkar kröfur til ríkisins þegar almenningur átti grunnnetið og búum við en að því í dag er varðar hlutfall nettengdra heimila.
Þetta voru markmiðin fjarskiptaáætlunar 2005 til 2010 um háhraðatengingar til almennings þ.e um svipað leyti og einkavæðing símans stóð fyrir dyrum:
Mbps í fastneti
Ár Til og frá
2002 0,2
2003 0,5 & 0,2
2004 2 & 0.3
2005 5 & 1
2006 20 & 5
2007 50
2008 100
2009 100+
2010 100+
Í dag höfum við náð markmiðum sumarsins 2005.
Skilgreining á háhraða í fjarskiptaáætlun 2005 til 2010: Viðmið „háhraða“ fyrir árið 2010 er yfir 100 Mbps til og frá notanda í fastaneti.
Tæknin var og er til til að ná þessum markmiðum en viljinn er engin enda er máttur einkaframtaksins engin þegar um er að ræða einkaeinokun.
Sú tækni sem nefnd er í fjarskiptaáætlun 2005 til 2010:
Hámarkshraði DSL tenginga Mbits
ISDN 0,128/0,128
ADSL 8/0,640
ADSL2 12/1
ADSL2+ 24/1-3
READSL2+ 12/1
SDSL 1,5/1,5
SHDSL 5,7/5,7
VDSL 52/3-16
VDSL2 100/100 (dregur 400metra)
Flestar símalínur eru um 250metra frá næsta tengiboxi.
Við erum í dag stödd á milli ADSL2 og ADSL2+.
Ef við hefðum haft þá gæfu til að bera að einkavæða ekki grunnkerfi Símans þá værum við jafnhliða eða framar en nágrannaþjóðir okkar þegar kemur að nethraða og fjölda tengdra heimila.
Metnaðarfull markmið fjarskiptaáætlunar 2005 til 2010 varð því miður að steini í höndum einkaframtaksins og þá líklega eingöngu vegna einkavæðingar grunnnetsins sem er að sýna sig að var óðs manns æði.
Það hefði verið gáfulegast að halda grunnnetinu hjá opinberum aðilum enda hefði fengist undanþága fyrir því hjá ESB ef rétt hefði verið haldið á spöðunum.
Eggert Sigurbergsson, 12.2.2012 kl. 01:40
Mörg er matarholan.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.2.2012 kl. 03:09
Og nú skaltu endilega hafa samband við tollinn þannig að þegar hvítu boxin fara að berast, þurfi fólk ekki að borga af þeim tolla, gjöld og vsk.
Matthías
Ár & síð, 16.2.2012 kl. 11:19
Samhryggist innilega vegna Dóra Fannar.
Sá hann heima hjá Hrafni Gunnlaugs 11.2.12, sléttan og fínan. DF kvaðst glaður vera "riddari götunnar" til að gefa í skyn að hann væri á mótorhjólinu, Ef mig hefði grunað að hann væri að fara, hefði ég kysst hann þrisvar.
Þórdís Bachmann, 17.2.2012 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.