Sennilega fýkur stjórnin...

Það er sjálfsagt of mikið sagt hjá Gunnari Þ. Andersen forstjóra Fjármálaeftirlitsins að „Kastljóss-þátturinn hafi verið pantaður“, eins og Mogginn hefur eftir honum – en það er hins vegar afar sennilegt að „ákveðnir aðilar hafi verið drifkrafturinn á bakvið hann.“

Ég hef áður haldið því fram hér að flestar bitastæðar fréttir (aðrar en þessar venjulegu um veður og aflabrögð) rati til neytenda vegna þess að einhver hefur af því hagsmuni. Það er því líklegra en ekki að einhver hafi komið upplýsingunum í Kastljós-þættinum í nóvember sl. til sjónvarpsins með það í huga að þær enduðu í útsendingu. Ritstjórn Kastljóss gerði það sem henni ber skylda til að gera: fór yfir upplýsingarnar og matreiddi svo til útsendingar. Út á það er ekkert að setja, ég man ekki betur en að þetta hafi verið vel og fagmannlega gert.

Auðvitað hef ég ekki hugmynd um hvaðan þessar upplýsingar komu eða hver var tilgangur heimildamanns eða -manna Kastljóss með því að koma þeim á framfæri. Maður þarf hins vegar ekki að vera skyggn til að átta sig á að einhverjir hagsmunir lágu þar að baki. Gunnar Andersen þekkir vafalaust betur en margir aðrir hvernig „viðkvæmum“ upplýsingum er komið á framfæri við fjölmiðla án þess að heimildamanna sé getið.

Hitt er svo annað að það sýnist hæpið að stjórn FME geti rekið forstjórann á grundvelli fabúleringa þeirra Ástráðs Haraldssonar og Ásbjörns Björnssonar. Ekkert hefur enn komið fram sem bendir til að Gunnar Andersen hafi brotið af sér í starfi - og raunar ítreka þeir Ástráður og Ásbjörn að svo sé ekki.

Þetta mál getur ekki endað vel. Sennilega fýkur stjórn Fjármálaeftirlitsins út af öllu saman. Gunnar getur þá haldið áfram að bösta skuggabaldra fjármálakerfisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband