Mandarínu marmelaði

Unnendur marmelaðis vita að það getur verið dýrt í verslunum - og þá er einfalt mál að búa til sitt eigið. Hér er uppskrift sem ég hef verið að prófa mig áfram með og er orðin fín:

1 kg mandarínur (eða klementínur eða jafnvel appelsínur)

2 sítrónur

700 g sykur

Flysjið ávextina og hakkið í hakkavél (eða matvinnusluvél) beint í góðan pott. Blandið sykrinum saman við og sjóðið í ca 30 mínútur. Veiðið hratið sem myndast ofan af og fræin/steinana sem fljóta ofan á. Ef blandan sýður mikið lengur verður marmelaðið ef til vill of þykkt - það er ástæðulaust að setja hleypiefni í þetta. Venjulega skelli ég blöndunni í matvinnsluvél í nokkrar sekúndur áður, hún verður mýkri fyrir bragðið. 

Setjið á þurrar, heitar krukkur og lokið. Þetta gefur ca 1 lítra af marmelaði. Lofttæmdar geymast þær vel og lengi en ég hef þann hátt á að geyma opnaðar krukkur í ísskáp. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband